Lífið

Köttur stelur stórutá eiganda síns

Fyrst og fremst rándýr. Kettir búa yfir grimmilegu veiðieðli og eru ekki alltaf sérstaklega húsbóndahollir, eins og sannaðist í tilviki Udo Reid sem missti stórutána í gin heimiliskattarins Fritz.
Fyrst og fremst rándýr. Kettir búa yfir grimmilegu veiðieðli og eru ekki alltaf sérstaklega húsbóndahollir, eins og sannaðist í tilviki Udo Reid sem missti stórutána í gin heimiliskattarins Fritz.

Köttur stal stórutá eiganda síns eftir að sá hafði fyrir slysni skorið hana af og skilið eftir á eldhúsgólfinu meðan hann hringdi eftir sjúkrabíl. Udo Ried, 41 árs íbúi í Lübeck í Þýskalandi, hafði brugðið sér í bakaríið og keypt sér nýtt brauð sem hann hugðist skera þegar hann missti stóran eldhúshníf á beran fót sinn, með þeim afleiðingum að stóratá hjóst af.

Meðan Udo hoppaði á öðrum fæti inn í baðherbergi sitt til að sækja sér plástur, um leið og hann notaði farsímann til að hringja eftir sjúkrabíl, læddist heimiliskötturinn Fritz inn í eldhús, greip blóðuga tána í gin sitt og hljóp eins og eldibrandur út í garð.

Udo reyndi hvað hann gat að ná tánni frá kettinum en blæddi svo mikið að hann varð frá að hverfa, hætta leitinni og sækja sér læknishjálpar án tafar.

Talsmaður sjúkrahússins í Lübeck segir tána auðveldlega mundu hafa verið grædda á aftur, hefði kötturinn sýnt samstarfsvilja og skilað viðkvæmu þýfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.