Lífið

Ný útgáfa af Hjálpum þeim

Þorvaldur
Þorvaldur

Einar Bárðarson tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður eru þessa dagana að undirbúa framleiðslu á nýrri útgáfu af laginu Hjálpum þeim. Lagið var upprunalega hljóðritað árið 1986, gefið út og selt til styrktar Hjálparstarfi Kirkjunnar.

Nýja útgáfan verður tekin upp í þessum mánuði og er væntanleg í verslanir og á Tónlist.is um næstu mánaðarmót. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Hjálparstarfs Kirkjunnar rétt eins og árið 1986.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.