Lífið

Grín í þágu góðs málefnis

Oddur boxser gerir grín að sjálfum sér og umhverfi sínu á uppistandskvöldi beyglu.is til styrktar Barnaspítala Hringsins.
Oddur boxser gerir grín að sjálfum sér og umhverfi sínu á uppistandskvöldi beyglu.is til styrktar Barnaspítala Hringsins.

Í kvöld stendur vefurinn beygla.is fyrir uppistandi á Gauki á Stöng en allur ágóði af skemmtuninni rennur til styrktar Barnaspítala Hringsins. Það eru þeir Beggi blindi, Þorsteinn Guðmundsson og Oddur Boxser sem koma fram.

"Sá sem segir brandara er skemmtikraftur. Uppistand er allt annað," útskýrir Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekktur sem áðurnefndur Oddur Boxser. Það er eins gott að hafa nafn hans á hreinu því einn fjölmiðill skáldaði eftirnafn á hann og hefur hlotið bágt fyrir.

"Sá sem er með uppistand gerir grín að málefnum líðandi stundar og sjálfum sér en reynir fyrst og fremst að sjá hlutina í öðru samhengi," heldur Oddur áfram.

Sjálfur segist hann gera grín að hárlitnum sínum sem er rauður og þeirri staðreynd að hann hafi einu sinni verið mjög þéttur á velli. Það er ekki mikil hefð fyrir uppistandi hér á landi. Radíus-bræður voru frumkvöðlar á þessu sviði þegar þeir komu fram á fyrri hluta tíunda áratug síðustu aldar. "Það vantar svona "opinn míkrafón-kvöld" þar sem áhugasamir geta reynt fyrir sér í þrjár mínútur," segir hann enda þýði ekki að biðja óreynda um þrjátíu mínútna dagskrá á fyrsta kvöldi. Aðspurður af hverju hann hafi lagt þetta fyrir sig segir Oddur að hann hafi verið með heimasíðu þar sem pistlar hans voru í uppistandsformi. "Ég var síðan eiginlega dreginn upp á svið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.