Lífið

Opið í Hlíðarfjalli og Skarðsdal

Skíðafólk ætti að gleðjast, því skíðasvæðin á Akureyri og Siglufirði verða opin í dag. Í Hlíðarfjalli verður opið frá tíu til fimm. Þar er heiðskýrt og logn og troðinn þurr snjór. Í Skarðsdal á Siglufirði verður skíðasvæðið opið í fyrsta sinn á þessu hausti. Þar opnaði klukkan tíu og verður opið fram eftir degi. Þá var skíðasvæðið í Tindastóli í Skagafirði opnað í gær. Þar er opið í dag til klukkan fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.