Lífið

Rokkveisla til styrktar UNICEF

Lights on the Highway á Airwaves-hátíðinni fyrr í haust.
Lights on the Highway á Airwaves-hátíðinni fyrr í haust. MYND/Heiða

Rokkveisla verður haldin á Höfn í Hornafirði um helgina og mun hluta ágóðans renna til styrktar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Unga fólkið í bænum vildi hrista aðeins upp í félagslífinu í bænum og þar með slá tvær flugur í einu höggi, skemmta sér og láta gott af sér leiða. Alls munu 17 rokkhljómsveitir koma fram á Rokkveislunni.



Birgir Fannar Reynisson, framkvæmdarstjóri nemendafélags Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, segir að nemendafélagið hefði frekar viljað eina stóra skemmtun í stað þess að halda nokkur böll yfir veturinn. Nemendafélagið hafi síðar ákveðið að láta hluta ágóðans renna til UNICEF en 40% ágóðans mun renna til samtakanna og hin 60% munu renna til nemendafélgsins.



17 hljómsveitir spila á Rokkveislunni sem haldin verður í íþróttarhúsi Hafnar næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitirnar koma víða að en þeirra þekktastar eru líklega hljómsveitirnar Lights on the Highway, Nilfisk og Oxford. Birgir hvetur fólk til að mæta og styrkja gott málefni en skemmtunin er vímuefnalaus og opin öllum aldurshópum, utan dansleiks að tónleikum loknum á laugardagskvöldið en þá er 16 ára aldurstakmark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.