Fleiri fréttir

Samstarf Íslensku óperunnar og MasterCard

MasterCard hefur verið einn af tryggustu samstarfsaðilum Íslensku óperunnar um árabil og verður áframhald á því samstarfi í vetur. MasterCard kemur að hádegistónleikaröð Óperunnar þriðja árið í röð, en alls verða fernir hádegistónleikar í Óperunni í vetur, tvennir á haustmisseri og tvennir á vormisseri.

Gabríela hlaut heiðursverðlaun Myndstefs

Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður hefur verið valin heiðursverðlaunahafi Myndstefs árið 2005. Verðlaunin hlaut Gabríela fyrir myndbandsverkið Tetralógíu, en heiðursverðlaunin nema samtals einni milljón króna. Þá hlaut Ragnar Axelsson ljósmyndari aukaverðlaun Landsbankans fyrir bók sína Andlit norðursins.

Breskar konur farnar að líkjast körlum

Vaxtarlag breskra kvenna verður æ karlmannlegra, samkvæmt breskum rannsóknum. Einkum Sérfræðingar Jótlandspóstsins í líkamsbyggingu segja að konurnar séu að kasta mjúku peruforminu fyrir róða og taka upp harðlínu eplaform karlanna, og það sem verra sé þá sé einnig farið að örla á þessari þróun í Danmörku.

Lífsgæði annað en peningar

Lífsgæfan er ekki fólgin í milljarðaviðskiptum, - hugarfar og hjarta manneskjunnar er meira virði en auður, sagði Sigurbjörn Einarsson, biskup, í predikun í dag. Þessi áhrifamikli kirkjunnar maður er á tíræðisaldri, en keyrir enn til messu á hverjum sunnudegi.

Handhafar Eddu 2004

Edduverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á hótel Nordica þann 14. nóvember 2004. Hlaut kvikmyndin Kaldaljós flest verðlaun. Heiðursverðlaun ÍKSA 2004 hlaut Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildamynda, með sérstaka áherslu á náttúru og umhverfi.

Takk fyrir

Takk fyrir þátttökuna. Nafn þitt fer nú pott og verður dregið úr nöfnum þátttakenda að lokinni kosningu. Einn heppinn þátttakandi fær miða fyrir tvo á verðlaunahátíð Eddunnar á Hótel Nordica sunnudaginn 13. nóvember. Haft verður samband við vinningshafa.

Latibær með flestar tilnefningar

Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Stöð2 hlýtur flestar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis.

Heiðursverðlaunahafi Eddunnar 2005

Vilhjálmur Hjálmarsson fær heiðursverðlaun ÍKSA árið 2005 fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.

Tilnefningar til Eddunnar:: Sjónvarpsmaður ársins

Hægt er að velja á milli 53 sjónvarpsmanna og kvenna að þessu sinni, konurnar eru 21 og karlarnir 32. Að lokinni kosningu hér á Vísi verður kosið um fimm efstu í SMS-kosningu sem fram fer meðan á á EDDU-hátíðinni stendur, 13. nóvember.

Tilnefningar til Eddunnar: Útlit myndar

Útlit tveggja verka þótti verðskulda tilnefningu til EDDU-verðlauna. Leikmyndin í ONE POINT ZERO, brúðurnar í LATABÆ og búningarnir í LATABÆ.

Tilnefningar til Eddunnar: Heimildamynd ársins

Fimm myndir hlutu tilnefningu í flokknum "Heimildamynd ársins." RITHÖFUNDUR MEÐ MYNDAVÉL eftir Helgu Brekkan, RAGNAR Í SMÁRA eftir Guðnýju Halldórsdóttur, AFRICA UNITED eftir Ólaf Jóhannesson, UNDIR STJÖRNUHIMNI. eftir Helga Felixson og Titti Johnson og GARGANDI SNILLD eftir Ara Alexander.

Tilnefningar til Eddunnar: Leikstjórn ársins

Þrír karlar hlutu tilnefningu til EDDU-verðlauna fyrir leikstjórn. Dagur Kári (Voksne Mennesker), Ólafur Jóhannesson (Africa United) og Marteinn Þórsson & Jeff Renfro (1.0).

Stuttmynd ársins:

"Töframaðurinn", "Þröng sýn" og "Ég missti næstum vitið" keppa um EDDU-verðlaunin í flokki stuttmyndar ársins.

Kvikmynd ársins:

Þrjár myndir keppa um titilinn "Kvikmynd ársins". Voksne Mennesker, Strákarnir okkar og One Point O.

Leikari / leikkona í aðalhlutverki:

Fimm listamenn eru tilnefndir til verðlauna í flokknum "Leikari / leikkona ársins í aðalhlutverki," þrjár konur og tveir karlar.

Sonur Askenazy með tónleika á laugardag

Vovka Stefán Askenazy, hálf-íslenskur og hálf-rússneskur píanóleikari, er hér á landi og mun halda tónleika á morgun ásamt grískum píanóleikara. Vovka Stefán er sonur hins heimsþekkta píanóleikara Vladimir Askenazy og Þórunnar Jóhannsdóttur Askenazy.

Best alvarlega veikur en ástand hans stöðugt

Fyrrverandi knattspyrnugoðið George Best liggur enn alvarlega veikur á sjúkrahúsi en hann hefur legið á gjörgæsludeild vegna sýkingar í innyflum sem leitt hefur til innvortis blæðinga. Ástand Best mun vera stöðugt en hann er þó ekki með meðvitund.

Maradona fer fyrir göngu gegn Bush

Argentínska knattspyrnugoðið Diego Maradona hefur lofað Fidel Castro, forseta Kúbu, að fara fyrir göngu gegn Bush Bandaríkjaforseta í Argentínu í næstu viku, en þá heimsækir Bush landið vegna fundar Ameríkuríkja.

Gæðavottun gott framtak en dugar ekki til

"Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa.

Sjón tekur við verðlaunum

Rithöfundurinn Sjón tók í gær við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í tengslum við þing ráðsins sem lýkur í Reykjavík í dag. Verðlaunin hlaut hann fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur sem út kom árið 2003. Bókin hefur komið út alls staðar á Norðurlöndum nema í Færeyjum. Hún hefur auk þess verið gefin út á fjölda tungumála og þessa dagana er hún að koma út í Serbíu. Verðlaunaupphæðin nemur um 3,5 milljónum íslenskra króna.

Berst gegn dýratilraunum

Tryggvi Guðmundsson er sautján ára dýravinur sem ver frístundum sínum í baráttuna gegn dýratilraunum. Hann á kanínuna Kölu sem gengur laus um heimili hans.

Sá blindi stanslaust í útláni

Það var eins gott fyrir gesti að vanda val sitt á bókasafninu sem slegið var upp í Smáralind um helgina því bækurnar voru mennskar. "Lifandi bókasafn" er yfirskrift verkefnis sem þar var kynnt og gengur hugmyndin út á það að fólk geti fengið fólk úr ýmsum minnihlutahópum að láni stundarkorn til að fræðast um hug þess og hagi.

Suzuki Swift hlýtur stálstýrið

Val Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) á Bíl ársins var kynnt í Perlunni í gær. Suzuki Swift var valinn Bíll ársins 2006 og afhenti Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra Stálstýrið sem er viðurkenning BÍBB vegna Bíls ársins.

Þetta líf tilnefnt

Verðlaun Sjónvarpstímaritið Þetta líf, þetta líf var tilnefnt í flokki netmiðla á fjölmiðlaráðstefnunni og hátíðinni Prix Europa. Verðlaunin féllu á laugardag í skaut hollenska tónleikavefsins Fabchannel. Sá vefur hefur eins og Þetta líf, þetta líf verið að sjónvarpsvæða netið.

Gleði og stolt á fjölskyldudegi

Það mátti sjá brosandi börn og stolta foreldra í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á fjölskyldudegi Íslenskrar ættleiðingar. Forsetahjónin komu í heimsókn við mikla hrifningu barnanna.

Snorri Sturluson í metsölubók

Voldug öfl sem svífast einskis og tvöþúsund ára gömul leyndarmál sem gætu breytt gangi sögunnar eru mikilvægur hluti fléttunnar í bókinni Við enda hringsins. Höfundurinn er hér á landi við rannsóknir, því í framhaldsbókinni mun meðal annars koma í ljós að sjálfur Snorri Sturluson er hluti þessarar miklu ráðgátu. Tom Egeland gaf út bókina sína, Við enda hringsins, í Noregi 2001.

Búist við miklum fjölda

Aðstandendur kvennafrídagsins eru bjartsýnir á fjöldi þátttakenda í kvennafrídeginu á morgun verði jafn margir ef ekki fleiri, en þá tóku á milli tuttugu til þrjátíu þúsund manns þátt í baráttunni. Nokkuð mörg fyrirtæki hafa hvatt konur til þátttöku og sum ætla jafnvel að hafa lokað.

Mjög góður árangur hjá ungum ökumönnum í SAGA ökuritaverkefni VÍS

Mjög góður árangur náðist í SAGA ökuritaverkefni Vátryggingafélags Íslands fyrir unga ökumenn sem er nýlokið. Er meðaleinkunn unga fólksins ríflega helmingi betri en hjá öðrum, sem notað hafa ökuritann reglulega. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti þremur stigahæstu ungmennunum verðlaun og viðurkenningu frá VÍS þegar greint var frá niðurstöðum verkefnisins í dag.

Glæstustu fararskjótar landsins

Kvartmíluklúbburinn fagnar þrjátíu ára afmæli þessa dagana og býður almenningi af því tilefni að skoða marga glæstustu fararskjóta landsins.

White Stripes til Íslands

Ein stærsta rokkhljómsveit heims The White Stripes spilar í Reykjavík 20. nóvember. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöll. Það er Hr. Örlygur sem stendur að komu The White Stripes til Íslands.

Spurningspilið SPARK komið út

SPARK, fyrsta íslenska spurningaspilið um knattspyrnu kom í verslanir í dag. Spurningaspilið SPARK er æsispennandi spurningaspil fyrir alla aldurshópa. Það er sniðið að þörfum áhugamanna um knattspyrnu, knattspyrnuiðkenda, og annarra sem gaman hafa af spennandi og skemmtilegum spilum.

Goðsagnirnar endursagðar

Í dag kynntu 30 útgefendur frá jafn mörgum löndum, á bókamessunni í Frankfurt, eitt víðtækasta og metanaðarfyllsta útgáfuátak seinni ára þar sem margir af fremstu rithöfundum samtímans endursegja sígildar goðsagnir eftir eigin höfði.

Spurningspilið SPARK komið út

SPARK, fyrsta íslenska spurningaspilið um knattspyrnu kom í verslanir í dag. Spurningaspilið SPARK er æsispennandi spurningaspil fyrir alla aldurshópa. Það er sniðið að þörfum áhugamanna um knattspyrnu, knattspyrnuiðkenda, og annarra sem gaman hafa af spennandi og skemmtilegum spilum.

Óperan Tökin hert frumsýnd

Óperugestir, sem sjá óperuna Tökin hert, raula ekki endilega lögin fyrir munni sér eftir sýninguna - en hitt er víst, að uppsetning Íslensku óperunnar örvar ýmis fleiri skynfæri en heyrnina. Draugagangur og andlegt ofbeldi er snar þáttur í óperu Brittens, sem verður frumsýnd í kvöld, en ekki verða nema sex sýningar.

Uppselt á Airwaves

Miðar á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves seldust upp í gærkvöldi. Hátíðin, sem raunar hófst einnig í gærkvöldi, stendur fram á sunnudag og mun fjöldi innlendra og erlendra hljómsveita og tónlistarmanna stíga á stokk.

Ástarfleyið fer af stað í kvöld

Sirkus er farin af stað með stærsta verkefnið sitt í haust, veruleikaþáttinn Ástarfleyið. Fyrsti þátturinn verður í sýndur í kvöld klukkan 21.

Simpsons komin til arabaheimsins

Nú er hægt að horfa á þættina um bandarísku Simpson-fjölskylduna í arabísku sjónvarpi. Þrátt fyrir að bandarísk utanríkisstefna njóti ekki beint mikilla vinsælda í arabaheiminum þá er talið að fjölskyldan ástsæla gæti slegið þar í gegn.

Sjá næstu 50 fréttir