Lífið

Harry Potter og Blendingsprinsinn kemur í búðir á laugardag

Mynd/AFP

Aðdáendur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter eru eflaust búnir að merkja við daginn 12. nóvember í dagbókum sínum en þann dag kemur fimmta bókin um Harry Potter út á Íslandi.

Nýjasta bókin, Harry Potter og Blendingsprinsinn, er sú vinsælasta í röðinni og því líklegt að bókin muni einnig slá í gegn meðal aðdáenda galdrastráksins hér á landi. Goðafoss, skip Eimskipafélagsins, er á leið til landsins með eintök af bókinni. Blendingaprinsinn seldist í níu milljónum eintaka á fyrsta söludegi í Bretlandi og Bandaríkjunum.  Bókin kemur í búðir á Íslandi næst komandi laugardag. Öruggt má teljast að margir bíða spenntir eftir að lesa meira um ævintýri Harrys. Hann er komin á sautjánda aldursár í bókinni og farinn að takast á við ýmiss vandamál sem tilheyra unglingsárunum, samhliða því að berjast við óvini sína í galdraheiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.