Lífið

Æðst allra kvenplötusnúða

Mistress Barbara er að koma hingað til lands í fjórða skiptið.
Mistress Barbara er að koma hingað til lands í fjórða skiptið.

Plötusnúðurinn Mistress ­Barb­ara þeytir skífum á Nasa næstkomandi föstudagskvöld. Exos, Tómas THX og Dj Rikki Cuellar munu einnig troða upp. "Hún er æðst allra kvenplötusnúða í teknóheiminum og er búin að vera það í mörg ár," segir Addi tónleikahaldari.

"Hún var hér um páskana í fyrra og það tókst afar vel. Þetta eru alltaf mjög góð kvöld hjá henni. Hún notar þrjá plötuspilara og tvo geislaspilara. Þetta verður mjög þétt klúbba­stöff," segir hann. Mistress Barbara, sem heitir réttu nafni Barbara Bonfiglio, fæddist á Sikiley á Ítalíu árið 1975. Fljótlega fluttist hún til Montreal í Kanada og hefur búið þar síðan. Frá tólf ára aldri var hún trommari í hinum og þessum hljómsveitum. Árið 1994 skipti Barbara um stíl og gerðist plötusnúður. Síðan hefur hún spilað út um allan heim með þekktum plötusnúðum á borð við Masters at Work og Carl Cox.

Þetta er í fjórða skiptið sem Barbara kemur til Íslands. Hefur hún áður spilað á Thomsen, Gauknum og á Nasa. Forsala miða á tónleikana, sem hefjast klukkan 23.00, fer fram í Þrumunni á Laugarvegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.