Lífið

Írönsk í uppáhaldi

Gabbeh - úr íranskri bíómynd
Gabbeh - úr íranskri bíómynd

Ein af uppáhaldsmyndum Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndaleikstjóra er íranska myndin Gabbeh, sem leikstjórinn Mohsen Makhmalbaf gerði árið 1996. Kvikmyndasafn Íslands sýnir þessa mynd í kvöld klukkan átta í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Gabbeh er önnur þriggja mynda sem Friðrik Þór valdi til sýninga í Kvikmyndasafninu í vetur. Hinar eru Árshátíð slökkviliðsmannanna eftir Milos Forman, sem sýnd var í síðustu viku, og franska bíómyndin Themroc sem sýnd verður í næstu viku. Í írönsku myndinni Gabbeh er fylgst með gömlum hjónum sem hjálpast að við að þvo Gabbeh-teppi sem konan óf meðan hún var í festum. Teppið vaknar til lífsins og segir sögu gömlu konunnar og ættbálks hennar, segir frá fjárhirðum, rúningu, vinnslu og litun ullarinnar og gerð teppisins sjálfs.

Myndin er með enskum texta. Sýningar Kvikmyndasafnsins fara fram í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum klukkan 20 og er sama mynd endursýnd á laugardögum klukkan 16. Ný mynd er tekin til sýninga í hverri viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.