Lífið

Universal skoðar Nylon

Stúlknasveitin Nylon gefur út sína aðra plötu í dag.
Stúlknasveitin Nylon gefur út sína aðra plötu í dag.

Menn frá hljómplöturisanum Universal verða viðstaddir útgáfutónleika stúlknasveitarinnar Nylon sem verða haldnir í Loftkastalanum 19. nóvember. Einnig mætir á staðinn fjöldi þekktra blaðamanna frá London, auk umboðsmanns sveitarinnar, Martin O"Shea.

Miðasala á tónleikana hefst í dag. Á síðustu útgáfutónleika Nylon seldist upp í öll þrjú skiptin en í þetta skiptið eru bara einir tónleikar fyrirhugaðir.

Önnur plata Nylon, Góðir hlutir, kemur út í dag. Undirbúningur að gerð plötunnar hófst í janúar og hafa stelpurnar síðan verið inn og út úr hljóðverum með jöfnu millibili, bæði hér á landi og í London. "Við erum mjög ánægðar með þessa plötu. Við höfum haft meiri tíma til að vinna lögin og nú vitum við líka meira hvað við viljum þegar kemur að útsetningum og öðru sem viðkemur áferð tónlistar okkar. Þessi plata hljómar betur og er kannski aðeins fullorðinslegri ef það er hægt að nota það orð," sagði Emilía Björg Óskarsdóttir söngkona í Nylon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.