Lífið

Leno eykur forskotið

Schwarzenegger í heimsókn. Jay Leno hefur haft yfirhöndina gagnvart höfuðandstæðingi sínum David Letterman undanfarinn áratug.
Schwarzenegger í heimsókn. Jay Leno hefur haft yfirhöndina gagnvart höfuðandstæðingi sínum David Letterman undanfarinn áratug.

Kvöldþáttur bandaríska spjallþáttastjórnandans Jays Leno hefur aukið forskot sitt í áhorfi á þátt Davids Letterman, höfuðandstæðings Lenos. Áhorf á þátt Lenos hefur aukist um fjögur prósent á þessu ári og eru áhorfendur komnir upp í 5,6 milljónir. Áhorf á Late Show, þátt Letterman, hefur aftur á móti dregist saman um fimm prósent.

Talið er að fjölbreytni þáttarins hafi sitt að segja um vinsældir Lenos. Þáttur hans hefur haft yfirhöndina yfir Letterman síðastliðinn áratug. Talið er að sjónvarpsstöðin NBC, sem sýnir kvöldþátt Lenos, ætli að fá Conan O"Brien til að leysa Leno af árið 2009. Spurningin er hvort Conan nái að halda hinum gífurlegu vinsældum sem Leno hefur notið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.