Fleiri fréttir

Veðmálafyrirtæki hverfi framan af treyjunum

Bresk stjórnvöld eru langt komin með frumvarp sem mun banna veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í ensku úrvalsdeildinni. Viðræður eru sagðar eiga sér stað milli stjórnvalda og forráðamanna félaga í deildinni.

Rekinn frá Watford en ráðinn af Leeds United

Spánverjinn Javi Gracia verður næsti knattspyrnustjóri Leeds United samkvæmt fréttum frá Englandi og fær það stóra verkefni að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Ekkert fær Ras­h­ford stöðvað

Marcus Rashford skoraði tvívegis þegar Manchester United vann Leicester City 3-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Þá jafnaði David De Gea, markvörður heimaliðsins, met Peter Schmeichel yfir þá markverði félagsins sem oftast hafa haldið hreinu.

Ten Hag reddaði Kea­ne miðum á úr­slita­leikinn

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, stóð við loforð sitt og reddaði Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða liðsins, tveimur miðum á leik Man United og Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins.

Hverjir eru að reyna kaupa Manchester United?

Enska knattspyrnufélagið Manchester United er til sölu. Á föstudaginn var þurftu áhugasamir að hafa skilað inn kauptilboði til núverandi eiganda félagsins, Glazer-fjölskyldunnar. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Jim Ratcliffe sem hefur stutt Manchester United síðan í æsku og hins vegar frá Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani.

Karius snýr aftur í úr­slitum deildar­bikarsins

Loris Karius, þýski markvörðurinn sem upplifði martröð allra markvarða í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madríd árið 2018, mun standa í marki Newcastle United þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins.

„Farið að líta út eins og það Liver­pool sem við erum vanir“

„Þetta var rosalega mikilvægt, þetta var stór sigur. Náðum í sigur gegn Everton, það var líka stór sigur fyrir okkur en hefði ekki þýtt neitt hefðum við ekki komið hingað og unnið,“ sagði Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, um sigur sinna manna á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

„Ekki boð­legt“

„Að fara á Emirates og spila eins og við gerðum þar. Koma svo hingað, það er ekki boðlegt,“ sagði varnarmaðurinn Kyle Walker eftir 1-1 jafntefli Manchester City og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Stoltur af sínum mönnum eftir dramatískan sigur

„Við sýndum mikinn karakter og þrautseigju með því að koma tvívegis til baka og enda á að vinna leikinn,“ sagði Mikel Arteta um dramatískan 4-2 sigur sinna manna í Arsenal á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

Ömur­legt gengi Chelsea ætlar engan endi að taka

Graham Potter hefur ekki átt sjö dagana sæla sem þjálfari Chelsea og ömurlegt gengi liðsins undir hans stjórn hélt áfram í dag þegar fallkandídatar Southampton unnu 1-0 útisigur á Brúnni.

Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið

Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma.

Mourinho grætti Salah

José Mourinho gagnrýndi Mohamed Salah einu sinni svo harðlega að Egyptinn fór að gráta.

Haaland: Stoltur af hverjum einasta manni

Erling Haaland skoraði þriðja mark Manchester City í sigri liðsins á Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir Arsenal hafa verið besta liðið á tímabilinu til þessa.

Fyrsti sigur Liverpool á árinu kom í borgarslagnum

Eftir að hafa byrjað árið á þremur töpum og einu jafntefli náði Liverpool loksins í þrjú stig er liðið tók á móti Everton í Bítlaborgarslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Cody Gakpo skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið.

Mikið áfall fyrir Tottenham

Tottenham varð fyrir áfalli um helgina er úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur meiddist illa.

Vill að „sí­brota­maðurinn“ Lee Mason verði rekinn

Yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni, Howard Webb, ætti að reka Lee Mason vegna mistaka hans í VAR-herberginu í leik Arsenal og Brentford í fyrradag. Þetta segir fyrrverandi dómarinn og dómarastjórinn Keith Hackett.

Sjálfsblekking Arsenal-manna

Nokkur hópur stuðningsmanna Arsenal virðist lifa í ákveðinni sjálfsblekkingu varðandi ímynd félagsins. Það endurspeglaðist vel á leik liðsins við Brentford um helgina en þar tapaði liðið stigum aðra helgina í röð.

„Var það okkur að kenna þegar Gerrard rann?“

Pep Guardiola segir að rannsókn vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinanr breyti engu hvað varðar þá titla sem félagið hefur unnið til á síðustu árum.

Southampton búið að reka Nathan Jones

Nathan Jones hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jones tók við starfinu í nóvember.

Sjá næstu 50 fréttir