Fleiri fréttir

Sunnudagsmessan: Loksins eitthvað að gerast í Elokobi-horninu

George Elokobi leikmaður Wolves var samkvæmt venju til umfjöllunnar í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Varnarmaðurinn sterki sýndi fína takta í bikarleik gegn Manchester City á dögunum en fóru Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason yfir þau í þættinum í gær. Fleiri brot úr Sunnudagsmessu gærdagsins er að finna á sjónvarpshlutanum á Vísir.

Newcastle upp fyrir Chelsea og í 3. sætið - Demba Ba með þrennu

Newcastle hélt áfram ótrúlegu gengi sínu í ensku úrvalsdeildinni með 3-1 sigri á Stoke á útivelli í lokaleik tíundu umferðar í kvöld. Newcastle hefur enn ekki tapað leik í deildinni (6 sigrar, 4 jafntefli) og komst upp fyrir Chelsea og í 3. sætið með þessum sigri sem var sá fjórði í síðustu fimm leikjum liðsins.

Pavlyuchenko vill komast frá Spurs í janúar

Það hefur legið í loftinu í nokkurn tíma og Roman Pavlyuchenko hefur nú loks staðfest að hann ætli að fara fram á að verða seldur frá Tottenham í janúar.

Man. City gæti sektað Kolo Toure

Þó svo Kolo Toure sé búinn að afplána sitt sex mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi þá er hann ekki enn laus allra mála hjá félagi sínu, Man. City.

Doncaster þorir að veðja á Diouf

Það verður seint sagt að það hafi verið slegist um þjónustu Senegalans El-Hadji Diouf síðustu daga. Leikmaðurinn hefur verið samningslaus síðan í sumar og hann samdi í dag til þriggja mánaða við B-deildarlið Doncaster Rovers.

Vidic: Hugarfar leikmanna er rétt

Serbinn Nemanja Vidic hjá Man. Utd segir að leikmenn liðsins hafi sýnt mikinn karakter í kjölfar þess að liðið var niðurlægt af Man. City á dögunum.

Scharner: Þetta var hugguleg dýfa hjá Suarez

Paul Scharner, leikmaður WBA, hefur nú bæst í hóp þeirra manna sem gagnrýna Úrúgvæjann Luis Suarez fyrir að dýfa sér á knattspyrnuvellinum. Scharner er allt annað en sáttur við vítið sem Suarez fiskaði gegn WBA um helgina.

Rio Ferdinand mun kannski leggja landsliðsskóna á hilluna

Enski knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand veltir því nú fyrir sér að hætta með enska landsliðinu. Þessi fyrrverandi fyrirliði Englands mun á næstu dögum ákveða sig hvort hann muni áfram gefa kost á sér í enska landsliðið.

Redknapp nagar sig í handabakið fyrir að hafa selt Taarabt

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspurs, sagði á dögunum að hann sé hræddur um að Adel Taarabt, leikmaður QPR, eigi eftir að reynast honum erfiður í leiknum um helgina, en Taarabt var um tíma leikmaður undir hans stjórn hjá Tottenham.

Leeds og Cardiff skildu jöfn

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem gerði 1-1 jafntefli gegn Leeds á Elland Road, heimavelli Leeds, í ensku B-deildinni í dag.

Ferdinand heyrði ekki hvað Terry sagði

Anton Ferdinand hefur staðfest það sem haldið hefur verið fram í enskum fjölmiðlum alla vikuna - að hann vissi ekki hvað John Terry á að hafa sagt við hann fyrr en eftir að leik Chelsea og QPR lauk um síðustu helgi.

FIFA-reglur gætu frelsað Tevez frá City

Svo gæti farið að Carlos Tevez geti losnað undan samningi sínum frá Manchester City næsta sumar vegna reglugerðar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Tottenham aftur upp í fimmta sætið

Heiðar Helguson lagði upp mark QPR er lið hans mátti þola 3-1 tap fyrir Tottenham í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Mario Balotelli er engum líkur

Framherjinn Mario Balotelli hagar sér eins og vanstilltur ítalskur sportbíll. Undarleg atvik utan vallar hafa einkennt ferilinn. Sigurður Elvar Þórólfsson skoðaði bakgrunn ítalska landsliðsmannsins sem stelur fyrirsögnunum í bresku blöðunum nær daglega.

Mancini: Getum ekki alltaf skorað 4-5 mörk í leik

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Wolves í dag en liðið trónir sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á granna sína í Manchester United.

Ferguson vill fá Gaitan til United

Enskir fjölmiðlar segja að Manchester United sé nú að undirbúa 40 milljóna punda tilboð í Nicolas Gaitan, miðjumann Benfica.

Öruggur sigur Liverpool á West Brom

Liverpool vann í dag öruggan 2-0 sigur á West Brom í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Charlie Adam og Andy Carroll skoruðu mörk Liverpool en Luis Suarez átti stóran þátt í þeim báðum.

Mignolet nefbrotnaði illa og þarf í agðerð

Simon Mignolet, markvörður Sunderland, nefbrotnaði illa eftir samstuð við Emile Heskey, leikmann Aston Villa, í 2-2 jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Smalling og Young báðir meiddir

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti í dag að Chris Smalling yrði frá næsta mánuðinn þar sem hann er meiddur á fæti.

Villas-Boas: Terry ekki annars hugar

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir tap sinna manna gegn Arsenal í dag að John Terry væri ekki annars hugar vegna mikillar umfjöllunar enskra fjölmiðla um hann í vikunni.

Balotelli á bekknum - Grétar Rafn byrjar

Mario Balotelli er á meðal varamanna Manchester City sem mætir Wolves á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þeir Edin Dzeko og Sergio Agüero verða í fremstu víglínu að þessu sinni hjá City.

Mancini fær nýjan risasamning

Enska götublaðið The Sun staðhæfir í dag að Roberto Mancini muni senn skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við félagið sem muni tryggja honum 22 milljónir punda í tekjur.

Chelsea mætir Liverpool í deildabikarnum

Dregið var í fjórðungsúrslit ensku deildabikarkeppninnar nú í hádeginu en stórleikur umferðarinnar verður viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge.

Van Persie tryggði Arsenal ótrúlegan 5-3 sigur á Chelsea

Robin van Persie skoraði þrennu og Arsenal vann glæsilegan 5-3 sigur á Chelsea í gjörsamlega ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni - enn og aftur. Arsenal komst með sigrinum upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

United aftur á sigurbraut

Javier Hernandez tryggði Manchester United nauman 1-0 sigur á Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn er mikilvægur fyrir United-menn sem steinlágu fyrir Manchester City um síðustu helgi.

Silva myndi hafna Barcelona og Real Madrid

David Silva hefur slegið rækilega í gegn með Manchester City á leiktíðinni og er af mörgum talinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Ferguson: Þetta er búin að vera erfið vika fyrir alla

Sir Alex Ferguson og lærisveinar hans fá á morgun tækifæri til að losa sig undan skömm sunnudagsins en liðið tapaði þá 1-6 á móti Manchester City á heimavelli sínum Old Trafford. Sigur varaliðs United-liðsins á C-deildarliði Aldershot í vikunni breytir því ekki að frammistaðan á Goodison Park á morgun mun sýna það svart á hvítu hver áhrif skellsins í Manchester-slagnum séu í raun á ensku meistarana.

Theodór Elmar orðaður við Leicester

Theodór Elmar Bjarnason virðist ekki alveg vera gleymdur í Bretlandi því hann er í kvöld orðaður við enska félagið Leicester City á vefsíðu Sky.

Sjá næstu 50 fréttir