Enski boltinn

Gareth Bale búinn að máta breska Ólympíubúninginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale og Luka Modric.
Gareth Bale og Luka Modric. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tottenham-maðurinn Gareth Bale er þegar farinn að máta búning breska Ólympíuliðsins í fótbolta og virðist ekkert vera hræddur við að móðga stuðningsmenn velska landsliðsins.

Minni fótboltasamböndin innan Bretlands, Wales, Skotland og Norður-Írland, eru á móti því að þeirra landsliðsleikmenn spili fyrir breska landsliðið á ÓL 2012 en enska sambandið vill endilega að Ólympíulið Breta innihaldi leikmenn frá öllum þjóðarbrotunum.

Gareth Bale hefur alla tíð sagt að hann vilji spila fyrir breska Ólympíuliðið og hann var fyrsti kostur hjá bresku Ólympíunefndinni þegar kom að því að frumsýna keppnisbúninginn fyrir leikana í London.

„Hann er hundrað prósent Walesverji en hann er líka Breti," sagði talsmaður Gareth Bale þegar fréttist af uppátæki hans.

Það má sjá mynd af Gareth Bale í búningnum með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×