Fleiri fréttir

Almunia sendir félögum sínum tóninn

Manuel Almunia, markvörður Arsenal, hefur furðað sig á því af hverju sumir leikmanna Arsenal virtust einfaldlega hafa gefist upp í leiknum gegn Barcelona í vikunni.

Vermaelen í óvissu vegna meiðslanna

Belginn Thomas Vermaelen segist ekki vita hvenær hann muni ná sér góðum af meiðslum sínum en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Arsenal, síðan í ágúst.

Cole sleppur við kæru

Ashley Cole verður ekki kærður af lögreglu fyrir að skjóta á ungan nema sem var í starfsþjálfun hjá Chelsea með loftriffil sem hann tók með sér á æfingasvæði félagsins.

Moyes hefur áhyggjur af meiðslum Arteta

David Moyes, stjóri Everton, óttast að Mikel Arteta verði frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Birmingham í gær.

Þarf Gerrard að fara í aðgerð?

Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfi að fara í aðgerð vegna meiðsla í nára. Hann hefur verið tæpur að undanförnu og fór ekki með liðinu til Portúgals þar sem Liverpool mætir Braga í Evrópukeppni UEFA í kvöld.

Ferguson rýfur þögnina

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur loksins látið hafa eitthvað eftir sér um leikinn gegn Liverpool um helgina.

Frábært jöfnunarmark hjá Johnny Heitinga - myndband

Hollendingurinn Johnny Heitinga tryggði Everton 1-1 jafntefli á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í kvöld. Markið var hans fyrsta fyrir félagið og það var ekki af lakari gerðinni. Það má sjá markið sem og svipmyndir úr leiknum með því að smella hér fyrir ofan.

Sunnudagsmessan: Gæti orðið erfitt fyrir Eið að komast í liðið

Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki fengið mikið að spreyta sig hjá Fulham frá því hann kom til liðsins í janúar frá Stoke. Í 3-2 sigri liðsins um s.l. helgi gegn Blackburn kom Eiður ekkert við sögu og telur Hjörvar Hafliðason fótboltasérfræðingur Sunnudagsmessunnar að það gæti reynst erfitt fyrir Eið að komast í liðið – sérstaklega eftir að Bobby Zamora fór að leika að nýju.

Guardiola: Fullkominn leikur

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hrósaði sínum mönnum mikið eftir sigurinn á Arsenal í gær.

Fabregas baðst afsökunar á mistökunum

Cesc Fabregas hefur beðist afsökunar á mistökunum sem hann gerði skömmu áður en Barcelona skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri sínum á Arsenal í gær.

Aldrige: Suarez minnir mig á Keegan og Dalglish

Úrúgvæinn Luis Suarez hefur slegið í gegn hjá Liverpool og stórbrotin frammistaða gegn Man. Utd hefur þar mikið að segja. Suarez átti þátt í öllum mörk Dirk Kuyt í leiknum.

Clattenburg ætlar að taka sér frí í mánuð

Það hefur gustað um enska dómarann Mark Clattenburg síðustu daga. Hann sleppti því að reka Rooney af velli fyrir olnbogaskot gegn Wigan og hefur fylgt því eftir með fleiri umdeildum dómum.

Defoe íhugaði að fara frá Tottenham í janúar

Jermain Defoe skoraði sín fyrstu deildarmörk fyrir Tottenham á tímabilinu er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Wolves um helgina. Hann viðurkennir þó að hafa íhugað stöðu sína hjá liðinu þegar félagaskiptaglugginn var opinn í janúar síðastliðnum.

Suarez spilar tvo leiki á næsta mánuði

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, segir að stuðningsmenn liðsins þurfi að bíða eitthvað lengur þar til að hann nær að sýna sínar allra bestu hliðar á vellinum.

Reiður Nani frá í mánuð

Nani, leikmaður Manchester United, verður líklega frá í mánuð vegna meiðslanna sem hann hlaut í leik liðsins gegn Liverpool um helgina.

Lampard skoraði tvö mörk í öruggum sigri Chelsea

Chelsea er níu stigum á eftir toppliði Man. Utd eftir öruggan útisigur á Blackpool í kvöld. Lokatölur 1-3. Chelsea er þess utan aðeins tveim stigum á eftir Man. City sem situr í þriðja sæti og Chelsea á leik inni.

FC Bayern vill líka fá Young

Það verður hart bitist um enska vængmanninn Ashley Young í sumar en hvorki meira né minna en þrjú stórlið vilja fá kappann í sínar raðir.

Holloway: Torres ekki 50 milljóna punda virði

Chelsea og Blackpool mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en stjóri síðarnefnda liðsins, Ian Holloway, er búinn að gera sitt til að trekkja upp Fernando Torres, leikmann Chelsea.

Scharner ánægður með Hodgson

Paul Scharner, leikmaður West Brom, segir að gott gengi West Brom að undanförnu sé knattspyrnustjóranum Roy Hodgson að þakka.

Öll mörk helgarinnar á Vísi

Eins og alltaf má sjá öll mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi. Myndböndin eru birt á Vísi skömmu eftir að hverjum leik lýkur en það var nóg um að vera í enska boltanum um helgina.

Redknapp vonsvikinn með jafnteflið

Harry Redknapp er vonsvikinn eftir að sínir menn í Tottenham gerðu 3-3 jafntefli við Wolves í ensku deildinni í dag. Eftir leikinn er Tottenham í 5. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea.

Kalou íhugar að yfirgefa Chelsea

Salomon Kalou viðurkennir að hann muni jafnvel yfirgefa herbúðir Chelsea í sumar. Hann hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliðinu á þessari leiktíð og koma Spánverjans Fernando Torres hefur fært hann neðar í goggunarröðinni.

Sex mörk í jafntefli Wolves og Tottenham

Wolves og Tottenham gerðu 3-3 jafntefli í frábærum fótboltaleik á Molineux í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham komst tvisvar yfir í leiknum en sá á eftir mikilvægum stigum í harðri baráttu um 4. sætið við Chelsea. Tottenham hafði heppnina með sér í tveimur umdeildum dómum og hefði því auðveldlega getað tapað þessum leik.

Dirk Kuyt: Mér hefur aldrei liðið betur

Hollendingurinn Dirk Kuyt var í skýjunum eftir 3-1 sigur Liverpool á Manchester United á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Kuyt skoraði öll þrjú mörk Liverpool í leiknum og í þeim öllum þurfti hann ekki mikið af hafa fyrir því að skora enda réttur maður á réttum stað.

Redknapp segir Tottenham þurfa nýjan völl

Harry Redknapp segir að Tottenham sé ekki nógu fjárhagslega sterkt til að berjast um Englandsmeistaratitilinn. Liðið náði meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð og er komið í 16-liða úrslit í keppninni. Tottenham er einnig í 5. sæti ensku deildarinnar.

Wilshere tæpur fyrir seinni leikinn gegn Barcelona

Enn bætist á meiðslalistann hjá Arsenal því Englendingurinn ungi, Jack Wilshere, er tæpur fyrir leikinn gegn Barcelona á þriðjudag í Meistaradeild Evrópu. Wilshere er meiddur á ökkla og væri það afar slæmt fyrir Arsenal ef hann væri ekki með í seinni leiknum gegn Barcelona.

Manchester United gæti keypt Reina á 22 milljónir punda í sumar

Enska slúðurblaðið The Sun sló því upp í morgun að Manchester United ætlaði að kaupa spænska landsliðsmarkvörðinn Pepe Reina frá Liverpool í sumar og borga fyrir hann 22 milljónir punda. Þessar fréttir ættu að hrista aðeins upp í stuðningsmönnum félaganna fyrir stórleik liðanna á Anfield í dag.

Carroll byrjar á bekknum hjá Liverpool á móti United

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir stórleikinn á Anfield í dag. Manchester United getur náð sex stiga forskoti á Arsenal með sigri og stigið stórt skref í því að vinna nítjánda meistaratitilinn og bæta met sitt og Liverpool.

Roy Hodgson: Ég var óheppinn hjá Liverpool

Roy Hodgson, stjóri West Brom, fagnaði góðum og sjaldgæfum útisigri í Birmingham í gær og tjáði sig síðan um tímann hjá Liverpool í útvarpsviðtali á BBC. Hodgson tók við Liverpool-liðinu í júlí 2010 en entist bara í starfinu fram í janúar eftir að liðið vann aðeins 7 af 20 deildarleikjum undir hans stjórn.

Mancini tileinkaði Kolo Toure sigurinn á Wigan í gær

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, tileinkaði Kolo Toure nauman sigur liðsins á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í aðdraganda leiksins kom í ljós að Kolo Toure hafði fallið á lyfjaprófi eftir að hafa stolist í megrunarpillur eiginkonunnar.

Meira undir en stigin þrjú á Anfield í dag

Liverpool fær topplið Manchester United í heimsókn á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 13.30 og það má búast við baráttuleik milli þessara tveggja miklu erkifjenda.

Suárez: Mikilvægt fyrir okkur að hvorki Vidic eða Ferdinand séu með

Luis Suarez er tilbúinn í alvöruslag þegar Liverpool tekur á móti Manchester United á Anfield í dag og hann vill helst hafa Andy Carroll við hlið sér í leiknum. Suarez segir að Diego Forlan hafi sagt sér allt um mikilvægi leikja United og Liverpool í hugum allra sem tengjast þessum liðum.

Sjá næstu 50 fréttir