Enski boltinn

Lögreglan skipti sér af límmiða sem gerði lítið úr Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi límmiði ku sleppa í bílrúður í Manchester.
Þessi límmiði ku sleppa í bílrúður í Manchester.
Stuðningsmaður Man. Utd, Sarah Webb-Lee, fékk afar óvænta heimsókn frá lögreglunni á dögunum. Erindið var límmiði sem hún skartaði á bílrúðunni.

Á límmiðanum stóð: "On the first day God created United then completely fucked up and created City."

Lögreglunni bárust nokkrar kvartanir vegna límmiðans og ákváð hún því að fara í málið.

Webb-Lee voru settir þeir afarkostir að fjarlægja annað hvort límmiðann eða taka orðið "fucked" úr honum. Hún tók síðari kostinn.

"Ég átti ekki til orð þegar lögreglan kom heim. Við eigum ekki mörg réttindi efur en ég hélt að rétturinn til að tjá sig stæði enn. Mér datt því ekki í hug að taka límmiðann úr bílnum," sagði Webb-Lee frekar pirruð.

"Þetta er bara límmiði og maður heyrir margt verra á vellinum sjálfum. Þegar það er sagt eitthvað ljótt um United þá kyngi ég því."

Þess má síðan geta að eiginmaður Webb-Lee styður Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×