Enski boltinn

Frábært jöfnunarmark hjá Johnny Heitinga - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hollendingurinn Johnny Heitinga tryggði Everton 1-1 jafntefli á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í kvöld. Markið var hans fyrsta fyrir félagið og það var ekki af lakari gerðinni. Það má sjá markið sem og svipmyndir úr leiknum með því að smella hér fyrir ofan.

Jean Beausejour hafði komið Birmingham yfir á 17. mínútu með sínu öðru marki í tveimur leikjum en Heitinga jafnaði leikinn á 35. mínútu. Hvorugu liðinu tókst síðan að skora sigurmarkið í seinni hálfleiknum.

Everton komst upp í 9. sætið með þessu stigi en stigið nægði Birmingham til þess að komast upp úr fallsæti. West Ham situr nú enn á nú í einu af þremur neðstu sætunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×