Fleiri fréttir

Adebayor er heilalaus

Faðir danska landsliðsmannsins Nicklas Bendtner er ekki sáttur við framkomu Emmanuel Adebayor í leik Arsenal og Tottenham í vikunni þar sem Adebayor virtist skalla félaga sinn í reiði sinni.

Adebayor sleppur

Enska knattspyrnusambandið hefur ritað framherjanum Emmanuel Adebayor hjá Arsenal áminningu um að haga sér vel í framtíðinni eftir að hann virtist slá til félaga síns Nicklas Bendtner í bikarleiknum gegn Tottenham á dögunum. Hann sleppur því við leikbann.

Alltaf hræddur um að missa Berbatov

Juande Ramos, stjóri Tottenham, segist ekki anda rólegur fyrr en félagaskiptaglugginn lokast í ljósi mikillar umræðu um áhuga nokkurrra stórliða á framherjanum Dimitar Berbatov.

Carroll lánaður til Derby

Roy Carroll var í dag lánaður frá Rangers í Skotlandi til enska úrvalsdeildarliðsins Derby til loka tímabilsins.

Sáttur við að vera á leið í úrslitin

Chelsea hefur ekki tapað nema tveimur leikjum undir stjórn Avram Grant síðan hann tók við liðinu af Jose Mourinho og hann hrósaði sínum mönnum eftir sigurinn á Everton í deildarbikarnum í kvöld.

Chelsea og Tottenham leika til úrslita

Það verða Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham sem leika til úrslita í enska deildarbikarnum. Chelsea lagði Everton 1-0 á Goodison Park í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum og vinnur því samanlagt 3-1. Það var Joe Cole sem skoraði sigurmark Chelsea í síðari hálfleiknum í kvöld.

Beckham er ekki til sölu

Alexi Lalas, forseti LA Galaxy, segir ekki koma til greina að David Beckham verði seldur frá félaginu. Orðrómur komst á kreik í gær um að Newcastle hefði hug á að kaupa Beckham, en hann hefur verið þaggaður niður af bæði Newcastle og Galaxy.

Ramos vill breyta hugarfarinu hjá Spurs

Knattspyrnustjórinn Juande Ramos vann sér stóran sess í hjörtum stuðningsmanna Tottenham í gær þegar hann varð fyrsti stjórinn á öldinni til að stýra liðinu til sigurs gegn erkifjendunum í Arsenal.

Burley laus frá Southampton

Nú er fátt því til fyrirstöðu að George Burley taki við skoska landsliðinu í knattspyrnu eftir að skoska knattspyrnusambandið náði samkomulagi við Southampton um að fá hann lausan frá félaginu. Nú á því aðeins eftir að ganga frá formsatriðum svo Burley geti tekið við starfinu.

Bianchi á leið til Lazio

Framherjinn Rolando Bianchi hjá Manchester City er sagður vera á leið til Lazio á Ítalíu sem lánsmaður. Bianchi hefur valdið miklum vonbrigðum síðan hann gekk í raðir City í sumar fyrir tæpar 9 milljónir punda frá Reggina á Ítalíu.

Adebayor biðst afsökunar

Emmanuel Adebayor hefur beðist afsökunar á rimmu sinni við félaga sinn Nicklas Bendtner í leik Arsenal og Tottenham í gær. Framherjunum hjá Arsenal lenti saman í leiknum og danski framherjinn uppskar blóðugt nef.

Hodgson vill semja við Litmanen

Roy Hodgson vill semja við finnska framherjann Jari Litmanen sem hefur ekkert spilað með félagsliði síðan í sumar.

Lampard tæpur fyrir landsleikinn

Óvíst er hvort að Frank Lampard nái landsleik Englands og Sviss þann 6. febrúar næstkomandi eftir að hann reif vöðva í læri á æfingu í vikunni.

Stimpingar Adebayor og Bendtner rannsakaðar

Arsenal og jafnvel enska knattspyrnusambandið mun nú rannsaka hvað átti sér stað á milli Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner í leik Arsenal og Tottenham í gær.

Tottenham burstaði Arsenal og fer á Wembley

Tottenham er komið í úrslitaleik enska deildabikarsins. Liðið burstaði Arsenal í grannaslag í kvöld 5-1 á heimavelli en þetta var síðari leikur þessara liða í undanúrslitum keppninnar.

Allir þrír leikirnir fóru í vítakeppni

Í kvöld fóru fram þrír frestaðir leikir í ensku FA bikarkeppninni. Nú er alveg ljóst hvaða lið munu eigast við í fjórðu umferðinni sem leikin verður um næstu helgi. Allir leikirnir í kvöld fóru í vítaspyrnukeppni.

Mellberg færist nær Juve

Ítalska liðið Juventus er nálægt því að tryggja sér varnarmanninn Olof Mellberg eftir tímabilið. Þessi þrítugi Svíi hefur verið í herbúðum Aston Villa síðan 2001.

Sunderland kaupir Bardsley

Sunderland hefur keypt hægri bakvörðinn Phil Bardsley frá Manchester United á tvær milljónir punda. Þessi 22 ára leikmaður var á lánssamningi hjá Sheffield United en hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Sunderland.

Finnan hættur með landsliðinu

Steve Finnan, varnarmaður Liverpool, hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með írska landsliðinu. Þessi 31. árs leikmaður lék sinn fyrsta landsleik árið 2000.

Andreasen til Fulham

Fulham hefur keypt danska landsliðsmanninn Leon Andreasen frá Werder Bremen í Þýskalandi. Andreasen er 24 ára miðjumaður og skrifaði undir þriggja ára samning við enska liðið.

Nýtt met sett í félagaskiptaglugganum

Ensku úrvalsdeildarliðin hafa aldrei eytt meira í leikmannakaup í janúarmánuði þótt enn sé vika eftir af félagaskiptaglugganum þetta árið.

Benjani er leikmaður 23. umferðar

Benjani skoraði þrennu í leik Portsmouth og Derby í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hlaut útnefninguna leikmaður 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Gerrard: Óróinn utan vallar hefur áhrif á okkur

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var daufur í dálkinn eftir leik liðsins gegn Aston Villa í kvöld. Hann segir að óróleikinn hjá félaginu utan vallar hafi haft slæm áhrif inn á völlinn.

Jafntefli hjá Liverpool og Aston Villa

Liverpool gerði í kvöld sitt fjórða jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar Aston Villa kom í heimsókn á Anfield. Peter Crouch skoraði jöfnunarmarkið 2-2 undir lok leiksins og bjargaði stigi fyrir heimamenn.

Leikmenn Wigan standa við bakið á Bramble

Kevin Kilbane hjá Wigan segir að leikmenn liðsins standi við bakið á Titus Bramble sem hefur gert mörg dýrkeypt mistök á tímabilinu. Bramble gaf Everton mark um nýliðna helgi.

Fulham með veskið opið

Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, hefur í nægu að snúast um þessar mundir. Hann vinnur nú hratt að því að styrkja liðið í félagaskiptaglugganum sem verður opinn til mánaðarmóta.

Argentínskur sóknarmaður til Birmingham

Birmingham City hefur fengið argentínska sóknarmanninn Mauro Zarate. Um er að ræða tvítugan leikmann sem kemur á lánssamningi frá liði Al-Sadd í Katar.

Liverpool - Aston Villa í kvöld

Klukkan 20:00 hefst leikur Liverpool og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn 2. Bæði lið hafa 39 stig og sitja í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar.

Grétar: Gott að Bolton hafnaði mér

Grétar Rafn Steinsson segir að það hafi gert sér gott að Bolton hafi hafnað sér þegar hann fór til reynslu hjá félaginu fyrir fimm árum síðan.

Richardson frá í þrjár vikur

Kieran Richardson verður frá næstu þrjár vikurnar en hann tognaði aftan á læri á æfingu Sunderland í síðustu viku.

Grétar Rafn í liði vikunnar

Hægri bakvörðurinn Grétar Rafn Steinsson er í liði vikunnar hjá hinni vinsælu Soccernet fótboltafréttasíðu eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Grétar lék sinn fyrsta leik með Bolton um helgina eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá AZ Alkmaar.

Eriksson vill Hart í enska landsliðið

Sven-Göran Eriksson hefur bent Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins að Joe Hart gæti verið lausnin á markvarðavandræðum enska landsliðsins.

Hicks ætlar ekki að selja

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, segir ekki koma til greina að selja hlut sinn í félaginu. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fjárfestar frá Dubai ætluðu að gera yfirtökutilboð í félagið.

Glæsimark Cole dugði Hömrunum ekki

Manchester City er enn taplaust á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham í síðari leik dagsins. Carlton Cole kom West Ham yfir með glæsilegri bakfallsspyrnu á upphafsmínútunum en Darius Vassell jafnaði skömmu síðar og þar við sat.

Everton í fjórða sætið

Everton lagði Wigan 2-1 á útivelli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og náði fyrir vikið fjórða sætinu í deildinni.

Michael Jordan heldur með Havant & Waterlooville

Einn af stjórnarmönnum utandeildarliðsins Havant & Waterlooville á Englandi er nú að leita að stærstu keppnistreyju sem hann finnur með liðinu til að senda körfuboltastjörnunni Michael Jordan.

Horfa á Rocky til að koma sér í gírinn

Leikmenn utandeildarliðsins Havant & Waterlooville fá nú að upplifa það að vera stjörnur í enska boltanum í nokkra daga áður en þeir mæta Liverpool á Anfield í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar.

Benitez hefur ekki áhyggjur

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist ekki hafa miklar áhyggjur af framtíðinni þó gengi liðsins hafi ekki verið með besta móti undanfarið og orðrómur sé uppi um yfirtökutilboð í félagið.

Sjá næstu 50 fréttir