Enski boltinn

Allir þrír leikirnir fóru í vítakeppni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Leary, leikmaður Barnet, fékk að líta rauða spjaldið í kvöld.
Michael Leary, leikmaður Barnet, fékk að líta rauða spjaldið í kvöld.

Í kvöld fóru fram þrír frestaðir leikir í ensku FA bikarkeppninni. Nú er alveg ljóst hvaða lið munu eigast við í fjórðu umferðinni sem leikin verður um næstu helgi. Allir leikirnir í kvöld fóru í vítaspyrnukeppni.

Óvænt úrslit urðu þegar úrvalsdeildarlið Fulham féll úr leik gegn Bristol Rovers. Bristol er í botnbaráttu ensku 2. deildarinnar. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Bristol vann vítakeppnina 5-3.

Það verður hlutverk Barnet að mæta Bristol í næstu umferð. Leikur Barnet og Swindon endaði 1-1. Í vítakeppninni er ekki hægt að segja að leikmenn hafi verið á skotskónum en Barnet vann hana 2-0.

Derby, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, vann 1. deildarlið Sheffield Wednesday í vítaspyrnukeppni. Steve Watson kom Sheffield yfir í venjulegum leiktíma en Kenny Miller jafnaði í 1-1. Ekkert var skorað í framlengingu.

Leikirnir í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar:

Arsenal - Newcastle

Coventry - Millwall

Oldham - Huddersfield Town

Barnet - Bristol Rovers

Wigan - Chelsea

Liverpool - Havant & Waterlooville

Southend - Barnsley

Southampton - Bury

Manchester United - Tottenham

Portsmouth - Plymouth

Derby - Preston

Watford - Wolves

Peterborough - WBA

Sheffield United - Manchester City

Mansfield - Middlesbrough

Hereford - Cardiff




Fleiri fréttir

Sjá meira


×