Enski boltinn

Hodgson vill semja við Litmanen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jari Litmanen í leik með finnska landsliðinu í haust.
Jari Litmanen í leik með finnska landsliðinu í haust. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson vill semja við finnska framherjann Jari Litmanen sem hefur ekkert spilað með félagsliði síðan í sumar.

Hann var síðast á mála hjá Malmö í Svíþjóð en fékk samningi sínum rift eftir að hann meiddist á ökkla. Litmanen er 36 ára gamall og var fyrirliði finnska landsliðsins undir stjórn Hodgson.

Litmanen lék áður með Barcelona og Liverpool og hefur orðið Evrópumeistari með Ajax.

„Við vitum að hann hefur hæfileikana sem til þarf," sagði Hodgson en Litmanen hefur æft með Fulham að undanförnu. „Það er bara spurning hvort að fjarveran hefur haft einhver mikil áhrif á hann."

„En það er mín kenning að frábærir leikmenn gleyma aldrei hvernig á að spila fótbolta. Þeir geta gert það sem þeir geta vel ef formið er nægilega gott."

Samkvæmt frétt á heimasíðu finnska knattspyrnusambandsins er Fulham nálægt því að semja við Litmanen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×