Enski boltinn

Nýtt met sett í félagaskiptaglugganum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka fór frá Bolton til Chelsea í mánuðinum.
Nicolas Anelka fór frá Bolton til Chelsea í mánuðinum. Nordic Photos / Getty Images

Ensku úrvalsdeildarliðin hafa aldrei eytt meira í leikmannakaup í janúarmánuði þótt enn sé vika eftir af félagaskiptaglugganum þetta árið.

Félögin hafa eytt 93 milljónum punda í ár sem er aukning um 30 milljónir frá síðasta ári. Árið 2006 eyddu félögin 81 milljón punda.

Chelsea hefur eytt mest allra félaga með kaupunum á Nicolas Anelka (15 milljónir) og Branislav Ivanovic (9 milljónir).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×