Enski boltinn

Bendtner ætlar ekki að biðjast afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bendtner sýnir Wiliam Gallas áverka sína.
Bendtner sýnir Wiliam Gallas áverka sína. Nordic Photos / Getty Images

Nicklas Bendtner ætlar ekki að biðjast afsökunar vegna deilu sinnar við Emmanuel Adebayor enda telur hann að hann sé saklaus aðili í málinu.

Adebayor virtist hafa skallað Bendtner í leik Arsenal og Tottenham í vikunni en Arsene Wenger hefur enn ekki ákveðið til hvaða aðgerða félagið á að grípa.

Adebayor gaf út yfirlýsingu þar sem hann harmar deilu þeirra og segir að þeir hefðu átt að halda ró sinni.

Eftir því sem komið fram hefur í enskum fjölmiðlum mun Adebayor hafa veist að Bendtner eftir að hann kom inn á en staðan í leiknum var þá 4-0 fyrir Tottenham.

„Eina ástæðan fyrir því að ég kom inn á er að þú ert svo hræðilega lélegur," mun Adebayor hafa sagt við Bendtner.

Danski framherjinn hunsaði hann í fyrstu en þegar Adebayor endurtók þetta við hann gaf Bendtner honum puttann.

Það var þá sem að Adebayor hafa veist að Bendtner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×