Enski boltinn

Sáttur við að vera á leið í úrslitin

Nordic Photos / Getty Images

Chelsea hefur ekki tapað nema tveimur leikjum undir stjórn Avram Grant síðan hann tók við liðinu af Jose Mourinho og hann hrósaði sínum mönnum eftir sigurinn á Everton í deildarbikarnum í kvöld.

Joe Cole skoraði sigurmark Chelsea á Goodison Park í kvöld og tryggði liðnu samanlagðan 3-1 sigur í undanúrslitaeinvíginu. Liðið mætir Tottenham í úrslitaleiknum í næsta mánuði.

"Þessi leikur var mikil prófraun á skapgerð leikmanna. Þeir stóðu sig vel eins og allt starfsfólkið í kring um liðið. Við erum ánægðir að vera komnir í úrslit - Chelsea leikur til sigurs í öllum keppnum," sagði Grant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×