Enski boltinn

Eigendur Liverpool endurfjármagna fyrir 45 milljarða

Nordic Photos / Getty Images

Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett hjá Liverpool hafa nú gengið frá 350 milljón punda láni sem þeir ætla að hluta til að nota til að byggja nýjan leikvang fyrir félagið.

BBC greinir frá því í kvöld að bandarísku eigendurnir ætli með þessum 350 milljónum punda að greiða upp tæplega 220 milljón punda lán sem þeir tóku þegar þeir keyptu félagið í mars á síðasta ári.

Þegar þessi endurfjármögnun er gengin í gegn verður allt að  60 milljónum punda varið í að koma byggingu nýja leikvallarins af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×