Enski boltinn

Leikmenn Wigan standa við bakið á Bramble

Elvar Geir Magnússon skrifar
Titus Bramble fagnar hér marki sem hann skoraði gegn Liverpool fyrr í þessum mánuði.
Titus Bramble fagnar hér marki sem hann skoraði gegn Liverpool fyrr í þessum mánuði.

Kevin Kilbane hjá Wigan segir að leikmenn liðsins standi við bakið á Titus Bramble sem hefur gert mörg dýrkeypt mistök á tímabilinu. Bramble gaf Everton mark um nýliðna helgi.

„Svona er fótboltinn og ég er viss um að engum líður verr yfir þessu en honum sjálfum. En við ætlum að standa við bakið á honum og sjá til þess að þetta muni bara styrkja hann," sagði Kilbane.

„Á heildina litið hefur Titus verið meðal bestu manna okkar á tímabilinu. Þeir sem horfa á flesta leiki okkar taka eftir því. Það er leiðinlegt að þegar hann gerir mistök fær það meiri umfjöllun en hjá öðrum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×