Enski boltinn

Andreasen til Fulham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leon Andreasen.
Leon Andreasen.

Fulham hefur keypt danska landsliðsmanninn Leon Andreasen frá Werder Bremen í Þýskalandi. Andreasen er 24 ára miðjumaður og skrifaði undir þriggja ára samning við enska liðið.

Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, hefur lýst yfir mikilli ánægju með að hafa krækt í leikmanninn. Fyrr í þessum mánuði fékk hann norska varnarmanninn Brede Hangeland frá FC Kaupmannahöfn.

Fleiri fregna er að vænta af leikmannamálum Fulham en skoska liðið Glasgow Rangers hefur tekið þriggja milljóna punda boði í sóknarmanninn Daniel Cousin. Leikmaðurinn er á leið til Lundúna til viðræðna um samningsmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×