Enski boltinn

Eiður nú orðaður við Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári er í dag orðaður við Manchester City.
Eiður Smári er í dag orðaður við Manchester City. Nordic Photos / AFP

Eiður Smári Guðjohnsen er í dag orðaður við Manchester City í enskum fjölmiðlum.

Það er fullyrt að Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri City, hafi mikinn hug á að bæta við framherja í leikmannahópinn sinn og að hann sé tilbúinn að reiða fram sjö milljónir punda fyrir Eið Smára.

Eiður hefur hingað til ekki viljað fara frá Barcelona og útilokað að hann skipti um félag nú í janúarmánuði.

En Eriksson er sagður ætla fyrst að leggja inn tilboðið til Börsunga og reyna svo að sannfæra Eið Smára um að láta slag standa.

Eiður hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið orðaður við fjöldamörg lið á Englandi sem og víðar í Evrópu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×