Enski boltinn

Adebayor biðst afsökunar

Bendtner var reiður út í félaga sinn í gær
Bendtner var reiður út í félaga sinn í gær Nordic Photos / Getty Images

Emmanuel Adebayor hefur beðist afsökunar á rimmu sinni við félaga sinn Nicklas Bendtner í leik Arsenal og Tottenham í gær. Framherjunum hjá Arsenal lenti saman í leiknum og danski framherjinn uppskar blóðugt nef.

Enska knattspyrnusambandið hefur krafist þess að fá myndir af atvikinu og til greina kemur að leikmennirnir fái refsingu fyrir hegðun sína.

"Við erum báðir ástríðufullir en gerðum mistök. Mér þykir fyrir þessu," sagði Adebayor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×