Enski boltinn

Argentínskur sóknarmaður til Birmingham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zarate í leik með U21 landsliði Argentínu.
Zarate í leik með U21 landsliði Argentínu.

Birmingham City hefur fengið argentínska sóknarmanninn Mauro Zarate. Um er að ræða tvítugan leikmann sem kemur á lánssamningi frá liði Al-Sadd í Katar.

„Við erum mjög spenntir fyrir þessum leikmanni. Hann hefur sýnt það með yngri landsliðum Argentínu að hann á framtíðina fyrir sér," sagði Alex McLeish.

Zarate verður hjá Birmingham út leiktíðina og fær enska liðið síðan forkaupsrétt á honum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×