Enski boltinn

Jafntefli hjá Liverpool og Aston Villa

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stuðningsmenn Liverpool lýstu yfir óánægju sinni með eigendur félagsins, Bandaríkjamennina Tom Hicks og George Gillett.
Stuðningsmenn Liverpool lýstu yfir óánægju sinni með eigendur félagsins, Bandaríkjamennina Tom Hicks og George Gillett.

Liverpool gerði í kvöld sitt fjórða jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar Aston Villa kom í heimsókn á Anfield. Peter Crouch skoraði jöfnunarmarkið 2-2 undir lok leiksins og bjargaði stigi fyrir heimamenn.

Ísraelski landsliðsmaðurinn Yossi Benayoun kom Liverpool yfir á nítjándu mínútu og liðið virtist hafa leikinn í sínum höndum.

Það breyttist þó þegar Marlen Harewood kom inn sem varamaður hjá Villa.

Harewood kom inn með aukinn kraft og jafnaði í 1-1 á 69. mínútu með laglegri bakfallsspyrnu. Aðeins um tveimur mínútum síðar tók Villa forystuna þegar Fabio Aurelio skoraði slysalegt sjálfsmark.

Peter Crouch var síðan hetja Liverpool eftir að hafa komið inn sem varamaður. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í mars á síðasta ári og úrslit leiksins 2-2.

Liverpool og Aston Villa eru með 40 stig eins og Manchester City en þessi lið eru í 5. - 7. sæti úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×