Enski boltinn

Adebayor er heilalaus

Nordic Photos / Getty Images

Faðir danska landsliðsmannsins Nicklas Bendtner er ekki sáttur við framkomu Emmanuel Adebayor í leik Arsenal og Tottenham í vikunni þar sem Adebayor virtist skalla félaga sinn í reiði sinni.

Adebayor slapp í dag við refsingu vegna málsins en Thomas Bendtner er ekki sáttur við framgöngu Adebayor í garð sonar síns.

"Það er skömm að menn eins og Adebayor skuli skilja heilann eftir heima þegar þeir ganga inn á völlinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann gerir eitthvað svona. Þetta var leiðindaatvik, en ég er viss um að það verður leyst innan liðsins," sagði sá danski í samtali við Ekstra Bladet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×