Enski boltinn

Carroll lánaður til Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Carroll er farinn til Derby.
Roy Carroll er farinn til Derby. Nordic Photos / Getty Images

Roy Carroll var í dag lánaður frá Rangers í Skotlandi til enska úrvalsdeildarliðsins Derby til loka tímabilsins.

Carroll mun keppa um sæti í byrjunarliði Derby við þá Lewis Price og Stephen Bywater en sá síðarnefndi hefur átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur.

„Þetta hefur tekið lengri tíma en ég hefði fyrirfram kosið en ég er viss um að hann sé biðarinnar virði," sagði Paul Jewell, stjóri Derby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×