Fleiri fréttir

Hetja Þjóðverja fékk tönn inn í sig eins og Jónatan
Niclas Füllkrug er á allra vörum í Þýskalandi eftir að hafa haldið góðu lífi í HM-þátttöku Þjóðverja með jöfnunarmarki sínu gegn Spáni í Katar í gær.

Eftirminnileg innkoma Aboubakars í einum besta leik mótsins
Vincent Aboubakar átti eftirminnilega innkomu þegar Kamerún gerði 3-3 jafntefli við Serbíu í G-riðli heimsmeistaramótsins í Katar í dag.

Bannað að skalla boltann daginn fyrir og daginn eftir leik
Skotar ætla að stíga stórt skref í átt að því að verja knattspyrnufólk sitt fyrir höfuðhöggum tengdum fótboltaiðkun.

Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM
Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna.

Aðalmarkvörður Kamerún í agabann
André Onana mun ekki standa í marki Kamerún í dag þegar liðið mætir Serbíu á heimsmeistaramótinu í Katar.

Réðst á markvörð með hornfána
Undarlegt atvik átti sér stað í leik í tyrknesku B-deildinni þegar áhorfandi lamdi markvörð í höfuðið með hornfána.

Belgíska pressan harðorð: „Getur einhver hrist De Bruyne til lífsins?“
Fjölmiðlar í Belgíu fóru ófögrum orðum um frammistöðu belgíska landsliðsins gegn Marokkó á HM í Katar í gær. Kevin De Bruyne fékk sérstaklega að finna fyrir því.

Kviðmágarnir á sama hóteli í Katar
Fornu fjendurnir John Terry og Wayne Bridge ku vera á sama hótelinu í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram.

Sjáðu hópslagsmálin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spartak
Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma.

Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar.

Messi færist nær Miami
Lionel Messi mun að öllum líkindum ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í sumar. Hann yrði launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar. Messi er ekki eini leikmaðurinn orðaður við Inter Miami en Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er einnig sagður vera á leiðinni til félagsins.

Þjóðverjar halda í vonina eftir jafntefli við Spán
Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins á HM í fótbolta. Að liðin deili með sér stigunum þýðir að Spánn er í kjörstöðu til að fara áfram í 16-liða úrslit þökk sé ótrúlegum 7-0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð mótsins. Þýskaland þarf hins vegar sigur gegn Kosta Ríka í lokaumferðinni sem og að treysta á að Spánn vinni Japan.

Dagný skoraði og Glódís Perla hélt hreinu
Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham United í 2-0 sigri á Birmingham City í enska deildarbikarnum í fótbolta í dag. Þá stóð Glódís Perla Viggósdóttir vaktina í hjarta varnar Bayern München sem vann sannfærandi 2-0 sigur á Essen í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar
Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta.

Íhuga að fá Pulisic á láni til að fylla skarð Ronaldo
Forráðamenn Manchester United íhugðu að sækja bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic á láni frá Chelsea síðasta sumar. Áhuginn er enn sá sami og gæti Man United reynt að fá leikmanninn í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Marokkó galopnaði F-riðilinn með sigri gegn Belgum
Marokkó vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið mætti Belgíu í F-riðli heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Með sigrinum stökk marokkóska liðið á topp riðilsins.

Sveindís og stöllur styrktu stöðu sína á toppnum með stórsigri
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu öruggan sigur er liðið heimsótti Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 0-4 og Wolfsburg er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“
Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“

Eitt skot á mark og Kosta Ríka heldur sér á lífi
Kosta Ríka vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur er liðið mætti Japan á HM í Katar í dag. Keysher Fuller skoraði eina mark leiksins með fyrsta skoti Kosta Ríka á markið í keppninni.

Aðstoðarþjálfarinn fær traustið og tekur við Bournemouth
Gary O'Neil hefur samið við Bournemouth um að taka við sem aðalþjálfari liðsins í ensku úrvalsdeildinni til ársins 2024.

Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim
Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag.

Íhugaði að hætta eftir fyrsta leik á HM en mamma talaði hann af því
Hinn 26 ára Lucas Hernández, leikmaður Bayern München og franska landsliðsins, íhugaði að binda enda á knattspyrnuferil sinn eftir að hafa slitið krossband í fyrsta leik franska landsliðsins á HM í Katar.

Stuðningsmaður Wales lést í Katar
Velska knattspyrnusambandið hefur staðfest að einn stuðningsmaður velska landsliðsins hafi látist í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer nú fram. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

KR-ingar ráða norskan aðstoðarþjálfara
Knattspyrnudeild KR hefur samið við Norðmanninn Ole Martin Nesselquist og mun hann gegna stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Nökkvi skaut Beerschot á toppinn
Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmark Beerschot er liðið vann 2-1 sigur gegn Anderlecht U23 í belgísku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigurinn skaut Nökkva og félögum á topp deildarinnar.

Argentínumenn héldu vonum sínum á lífi
Eftir óvænt tap gegn Sádí-Arabíu í fyrsta leik þurfu Lionel Messi og félagar hans í argentínska landsliðinu sárlega á sigri að halda gegn Mexíkó í seinasta leik dagsins á HM í Katar. Messi og Enzo Fernandez sáu um markaskorun Argentínumanna og niðurstaðan 2-0 sigur.

Hjörtur og félagar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik
Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa unnu öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Ternana í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Heimsmeistararnir fyrstir til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum
Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar er liðið vann 2-1 sigur gegn Dönum.

Guðný lagði upp í stórsigri í Íslendingaslag
Guðný Árnadóttir og stöllur hennar í AC Milan unnu sannkallaðan stórsigur er liðið heimsótti Alexöndru Jóhannsdóttur og liðsfélaga hennar í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-6 og Guðný átti sinn þátt í fyrsta marki gestanna.

Loksins skoraði Lewandowski á HM og Pólverjar upp í efsta sæti
Pólverjar unnu mikilvægan 2-0 sigur er liðið mætti Sádí-Arabíu í C-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Sigurinn lyftir Pólverjum upp í efsta sæti riðilsins og setur bæði Mexíkó og Argentínu í erfiða stöðu fyrir seinni leik riðilsins í dag.

Fiskaði víti og kallaður snillingur
Meðlimur nefndar sem greinir alla leiki á HM í Katar fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hrósar Cristiano Ronaldo og segir portúgalska framherjann með snilligáfu. Ástæðan er hvernig Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í 3-2 sigir Portúgals á Gana.

Ástralía lætur sig dreyma eftir sigur á Túnis
Ástralía vann 1-0 sigur á Túnis í fyrsta leik dagsins á HM í Katar. Sigurinn þýðir að Ástralía á enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Felix vill yfirgefa Madríd
Portúgalski landsliðsmaðurinn João Félix hefur fengið nóg af bekkjarsetunni hjá Atlético Madríd og vill yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Southgate hrósaði hugarfarinu og segir liðið í góðri stöðu
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, talaði lið sitt upp eftir frekar dapra frammistöðu í markalausu jafntefli liðsins gegn Bandaríkjunum á HM í Katar. Southgate var sérstaklega sáttur með varnarleik sinna manna.

Englendingar með annan fótinn í 16-liða úrslit þrátt fyrir töpuð stig
England er komið með annan fótinn í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum í kvöld.

Brassar verða án Neymar út riðlakeppnina
Brasilíska landsliðið í knattspyrnu þarf að sætta sig við það að leika án sinnar stærstu stjörnu það sem eftir lifir riðlakeppninnar á HM sem nú fer fram í Katar. Neymar þurfti að fara meiddur af velli í sigri liðsins gegn Serbíu í gær og nú er ljóst að hann missir af næstu tveimur leikjum liðsins.

Allt jafnt í toppslag A-riðils
Holland og Ekvador skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu 1-1 jafntefli í annarri umferð riðlakeppni HM í dag. Liðin eru nú jöfn á toppi A-riðils með fjögur stig hvort og nákvæmlega sömu markatölu.

Sjáðu þrumuræðu Renards sem kveikti í Sádum
Hervé Renard, þjálfari sádí-arabíska fótboltalandsliðsins, vann heldur betur fyrir kaupinu sínu í hálfleik í leiknum gegn Argentínu á HM 2022. Sádar voru 1-0 undir í hálfleik en þrumuræða Renards kveikti heldur betur í þeim og þeir skoruðu tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og tryggði sér sigurinn.

Arnór Sveinn aftur heim
Íslandsmeistarar Breiðabliks halda áfram að þétta raðirnar og hafa fengið Arnór Svein Aðalsteinsson aftur heim frá KR.

Senegal gerði út um drauma heimamanna
Gestgjafar Katar eru svo gott sem úr leik á HM karla í fótbolta eftir að hafa tapað 3-1 gegn Senegal í A-riðli mótsins í dag.

Einar Karl til Grindavíkur
Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk í Lengjudeild karla því Einar Karl Ingvarsson er genginn í raðir liðsins.

Hoppar yfir Bestu deildina og út í atvinnumennsku eins og Eyjólfur Sverris
Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson tekur nú risastökk á sínum ferli með því að gerast atvinnumaður hjá norska félaginu Haugesund.

Íran uppskar í blálokin gegn tíu Walesverjum
Íran á fína möguleika á að komast í 16-liða úrslit á HM karla í fótbolta eftir að hafa skorað tvö mörk seint í uppbótartíma og unnið Wales, 2-0, í B-riðli.

Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans
Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini.

Fjölskylda Katie Meyer stefnir Stanford skólanum vegna dauða hennar
Knattspyrnukonan Katie Meyer framdi sjálfsmorð síðasta vor og nú heldur fjölskylda hennar því fram að Stanford skólinn eigi mikla sök á því hvernig fór.