Fótbolti

Fiskaði víti og kallaður snillingur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snillingurinn Ronaldo fiskaði vítaspyrnu gegn Gana og fór að sjálfsögðu sjálfur á punktinn.
Snillingurinn Ronaldo fiskaði vítaspyrnu gegn Gana og fór að sjálfsögðu sjálfur á punktinn. Julian Finney/Getty Images

Meðlimur nefndar sem greinir alla leiki á HM í Katar fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hrósar Cristiano Ronaldo og segir portúgalska framherjann með snilligáfu. Ástæðan er hvernig Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í 3-2 sigir Portúgals á Gana.

Portúgal vann 3-2 sigur á Gana á fimmtudaginn var. Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ganverjar voru allt annað en sáttir með ákvörðun dómarans og sagði Otto Addo, þjálfari Gana, vildi meina að ekki væri um vítaspyrnu að ræða.

„Dómarinn dæmdi vítaspyrnu sem var ekki vítaspyrna, það sáu það allir. Af hverju? Af því þetta er Ronaldo eða?“

Sunday Oliseh, meðlimur TSG nefndarinnar sem greinir alla leiki mótsins, segir að framherjar „séu að verða klókari.“

„Fólk getur sagt hvað sem það vill um Ronaldo en hann er mjög klókur, hvernig hann bíður í sekúndu, snertir boltann og fær svo snertingu frá varnarmanninum. Það er snilligáfa. Hrósum sóknarmönnunum en VAR [myndbandstæknin] er einnig stór ástæða þess að fleiri vítaspyrnur eru dæmdar. Dómarar geta horft á atvikið þrisvar eða fjórum sinnum áður en þeir dæma,“ sagði Oliseh um málið.

Því til sönnunar má benda á fjölda vítaspyrna sem hefur verið dæmdur á HM til þessa. Alls hafa 9 vítaspyrnur verið dæmdar í 20 leikjum og stefnir því í að metið frá 2018 verði slegið en þá voru dæmdar samtals 20 vítaspyrnur í 64 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.