Fleiri fréttir

Leicester hoppaði úr neðsta sæti og upp í það efsta
Nú er öllum 15 leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar lokið. Enska liðið Leicester stökk úr fjórða og neðsta sæti C-riðils með 3-1 sigri gegn Legia frá Varsjá.

Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld.

Elías á bekknum er Midtjylland hélt vonum sínum á lífi
Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á varmannabekk Midtjylland er liðið vann virkilega mikilvægan 3-2 sigur gegn SC Braga í F-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.

Ísak skoraði eitt og lagði upp tvö í Sambandsdeildinni
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FC Köbenhavn og lagði upp seinustu tvö er liðið vann 4-0 stórsigur geg Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

West Ham tryggði sér sigur í H-riðli
Enska knattspyrnuliðið West Ham tryggði sér í kvöld sigur í H-riðli Evrópudeildarinnar með 2-0 sigri gegn Rapid Vín í Austurríki.

Tottenham með bakið upp við vegg fyrir lokaumferðina
Slóvenska liðið NS Mura vann óvæntan og dramatískan 2-1 sigur gegn Tottenham Hotspur í næst síðustu umferð G-riðils Sambandsdeildar Evrópu þar sem að seinasta snerting leiksins réði úrslitum.

Arteta segist vilja fá Wenger aftur til Arsenal
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vilja sjá Arsene Wenger, fyrrverandi stjóra félagsins, snúa aftur til Arsenal í einhverri mynd í framtíðinni. Hann segist enn fremur vera búinn að ræða við Wenger um mögulega endurkomu.

Sentist með ísskápa en varð svo hetja AC Milan í Meistaradeildinni
Fyrir þremur árum sá Junior Messias fyrir sér með því að sendast með ísskápa og uppþvottavélar. Í gær var þessi þrítugi Brasilíumaður hetja AC Milan í dýrmætum sigri gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Fullyrða að Rangnick muni stýra United út tímabilið
Ralf Rangnick hefur samþykkt að stýra Manchester United út tímabilið.

Ronaldinho gæti aftur verið á leið í fangelsi
Brasilíska fótboltagoðið Ronaldinho gæti verið á leið í fangelsi á ný því hann hefur ekki greitt fyrrverandi kærustu sinni framfærslueyri.

Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.

Hné niður í leiknum gegn Real Madrid
Adama Traoé, leikmaður Sherrif Tiraspol, hné niður í leiknum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gær.

Eric Cantona: Ég er nýr knattspyrnustjóri Manchester United
Franska knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur aðeins kryddað umræðuna um næsta knattspyrnustjóra Manchester United.

Lebron og Liverpool framleiða vörur saman
LeBron James er á leiðinni í enska fótboltann. Ekki reyndar til að spila heldur sem hluti af markaðssetningu Nike í tengslum við samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

„Megum ekki vera hræddar að gera mistök“
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Íslendingar megi ekki óttast að gera mistök í leiknum gegn Japönum í kvöld.

Gagnrýnir farþegana í liði PSG og segir liðið eiga enga möguleika
Flest lið myndu eflaust gefa mikið fyrir að geta telft fram framlínutríóinu Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Þessir þrír standa þó í vegi fyrir möguleikum Paris Saint Germain að mati knattspyrnusérfræðings Sky Sports.

Man. Utd. klárt með lista yfir fimm stjóra sem gætu tekið við
Forráðamenn Manchester United hafa teiknað upp lista yfir fimm knattspyrnustjóra sem gætu tekið við liðinu og stýrt því út tímabilið.

Táningur byrjaði óvænt hjá Liverpool í gær og fékk hrós frá Klopp og Thiago
Jürgen Klopp henti ungum leikmann sínum út í djúpu laugina í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Porto á Anfield.

Uppselt á leik sænska kvennalandsliðsins í kvöld
Eins og við hér heima á Íslandi þá eru Svíar með mjög spennandi kvennalandslið í fótboltanum. Það er líka mikill áhugi á sænsku stelpunum þessa dagana eins og sjá má á fréttum frá Svíþjóð.

Stjóri Chelsea sagður fá draumaleikmann og ná honum á undan Liverpool
Chelsea hefur verið ósigrandi að undanförnu og er á toppnum bæði í ensku úrvalsdeildinni og í sínum riðli í Meistaradeildinni. Nú gæti frábært lið orðið enn betra.

Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót.

Klopp: Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægðu með 2-0 sigur sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið hefði getað gert betur, en hrósaði leikmönnum sínum, enda stillti hann upp mikið breyttu liði.

Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik
Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting.

Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur.

City snéri taflinu við og tryggði sér sigur í A-riðli
Manchester City tryggði sér í kvöld sigur í A-riðli Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn Paris Saint-Germain eftir að hafa lent undir snemma í seinni hálfleik.

Haller sá til þess að Ajax er enn með fullt hús stiga
Sebastian Haller skoraði bæði mörk Ajax er liðið vann 1-2 útisigur gegn Besiktas í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ajax er því enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en Besiktas er hins vegar enn án stiga.

Ítalíumeistararnir komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit
Ítalíumeistarar Inter unnu í kvöld góðan 2-0 sigur gegn Shakhtar Donetsk í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Liðið er nú hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, en hagstæð úrslit í leik Real Madrid og Sheriff gætu tryggt sætið fyrir þá.

Óbólusettur leikmaður Bayern greindist með veiruna
Joshua Kimmich, miðjumaður Þýskalandsmeistara Bayern München og þýska landsliðsins, greindist í dag með kórónuveiruna, en leikmaðurinn er óbólusettur.

Chilwell gæti verið frá út tímabilið
Ben Chilwell, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, gæti verið frá út tímabilið eftir að leikmaðurinn fór af velli í 4-0 stórsigri liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

„Þetta var stórt kvöld fyrir hann“
Jadon Sancho komst loksins á blað með liði Manchester United í gærkvöld og fékk hrós úr mörgum áttum eftir leikinn.

Víkingur og KA í Skandinavíudeild
Íslandsmeistarar Víkings og lið KA munu hefja nýtt knattspyrnuár í hlýjunni á Alicante á Spáni þar sem liðin leika í Skandinavíudeildinni í fótbolta.

Líkir því að þjálfa Real Madrid við að keyra Ferrari bíl
Carlo Ancelotti er ekki á því að það sé erfitt starf að vera þjálfari Real Madrid liðsins og notaði sérstaka myndlíkingu til að sanna mál sitt.

Sænsku stelpurnar ekki til Íslands vegna stöðu faraldursins hér
Sænska knattspyrnusambandið ákvað að senda ekki U19-landsliðs kvenna í fótbolta hingað til lands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“
Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag.

Abidal grátbiður eiginkonuna um fyrirgefningu eftir framhjáhaldið
Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, hefur grátbeðið eiginkonu sína, Hayet, um að fyrirgefa sér framhjáhald með fótboltakonunni Kheiru Hamraoui.

Halda hátíðina í miðju landsliðsverkefni kvenna: „Veit ekki hver f-i þessu upp“
Á mánudaginn kemur mun Gullhnötturinn vera afhentur til besta knattspyrnufólks heims. Karlarnir áttu þetta svið lengi einir en síðustu ár hafa konurnar fengið hinn svokallaða Ballon d’Or líka.

Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn
Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan.

Áfengi ekki í boði hjá kvennalandsliðinu: „Nema við verðum Evrópumeistarar“
Þorsteinn Halldórsson segir að áfengi sé ekki veitt í ferðum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta.

KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg
Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu
Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð.

Áfengi í landsliðsferð sagt hafa fellt Eið Smára | KSÍ svarar ekki
Forráðamenn og stjórnarfólk KSÍ vill ekki eða hefur ekki tjáð sig um ástæður þess að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki lengur aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta.

Benzema sekur í fjárkúgunarmálinu og fær skilorðsbundinn fangelsisdóm
Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, hefur verið fundinn sekur um að taka þátt í að reyna kúga fé út úr Matieu Valbuena, fyrrverandi samherja sínum í franska landsliðinu, með kynlífsmyndbandi. Benzema fékk eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm og 75 þúsund evra sekt sem nemur rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna.

Þarf að greiða 440 krónur fyrir að kasta flösku í frönsku stjörnuna
Stuðningsmaður Lyon sem kastaði vatnsflösku í höfuð Dimitri Payet á sunnudag þarf ekki að greiða háa sekt vegna málsins. Hann fær hins vegar ekki að mæta á völlinn næstu fimm árin.

Leikjahæsti landsliðsþjálfari heims rekinn
Knattspyrnusamband Úrúgvæ ákvað síðastliðinn laugardag að reka þjálfara landsliðsins, Oscar Tabarez, úr starfi. Hann hafði verið þjálfari liðsins síðan árið 2006.

Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins
Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla.