Fótbolti

Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson með Ragnar Frank Árnason.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson með Ragnar Frank Árnason. Instagram/arnivill og sarabjork90

Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan.

Sara Björk segir frá því á samfélagsmiðlum að strákurinn hafi fengið nafnið Ragnar Frank Árnason.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur sett stefnuna á það að vera kominn á fullt þegar Evrópumótið fer fram í Englandi næsta sumar.

Sara Björk er leikmaður franska stórliðsins Olympique Lyon og fyrst á dagskrá hjá henni verður að komst aftur inn á völlinn með Lyon.

Hún hefur alla meðgögnuna leyft aðdáendum sínum að fylgjast með stöðunni á sér og hefur unnið að heimildarmynd með PUMA. Það má búast við að aðdáendur  fái einnig að sjá hvernig henni gengur að snúa aftur inn á völlinn á næstu mánuðum.

Ragnar Frank virðist braggast vel sem eru góðar fréttir. Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna um nafnið hans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.