Fótbolti

Leikjahæsti landsliðsþjálfari heims rekinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hinn 74 ára Oscar Tabarez getur nú farið að snúa sér að einhverju öðru en knattspyrnuþjálfun.
Hinn 74 ára Oscar Tabarez getur nú farið að snúa sér að einhverju öðru en knattspyrnuþjálfun. Miguel Schincariol/Getty Images

Knattspyrnusamband Úrúgvæ ákvað síðastliðinn laugardag að reka þjálfara landsliðsins, Oscar Tabarez, úr starfi. Hann hafði verið þjálfari liðsins síðan árið 2006.

Úrúgvæska landsliðið mun því fá nýjan þjálfara í fyrsta skipti í 15 ár, en síðasti leikur liðsins undir stjórn Tabarez var 3-0 tap gegn Bólivíu í undankeppni HM 2022 í síðustu viku.

Tabarez er 74 ára, en hann hefur stýrt úrúgvæska landsliðinu í fótbolta í 224 leikjum. Enginn þjálfari í heiminum hefur stýrt einu og sama karlalandsliðinu jafn oft og hann.

Þessi reynslumikli þjálfari kom Úrúgvæ í undanúrslit HM 2010 og ári seinna vann liðið Copa America í fyrsta skipti í 24 ár.

Gengi liðsins undanfarið hefur hins vegar ekki verið gott og nú á liðið í hættu á að missa af sæti á HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Úrúgvæ situr í sjöunda sæti Suður-Ameríku riðilsins með 16 stig eftir 14 leiki, einu stigi á eftir fimmta sætinu sem gefur sæti á HM.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.