City snéri taflinu við og tryggði sér sigur í A-riðli

Leikmenn Manchester City fagna jöfnunarmarki sínu í kvöld.
Leikmenn Manchester City fagna jöfnunarmarki sínu í kvöld. James Gill - Danehouse/Getty Images

Manchester City tryggði sér í kvöld sigur í A-riðli Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn Paris Saint-Germain eftir að hafa lent undir snemma í seinni hálfleik.

Heimamenn í City voru hætuelgri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér nokkur álitleg færi til að taka forystuna. Gestinrir frá París vörðust ágætlega og staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja.

Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleik, en það voru þó gestirnir í PSG sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Kylian Mbappe kom Parísarliðinu yfir strax á fimmtu mínútu síðari hálfleiks.

Heimamenn í City létu markið þó ekki á sig fá og á 63. mínútu átti Rodri frábæra fyrirgjöf sem Kyle Walker setti í fyrsta aftur fyrir markið. Boltinn fór þaðan af Gabriel Jesus og datt fyrir Raheem Sterling sem var einn á móti marki og eftirleikurinn var auðveldur.

Tæpum stundarfjórðungi síðar kom Gabriel Jesus heimamönnum í 2-1 þegar hann setti boltann í netið eftir frábæran undirbúning Bernando Silva.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og það voru því leikmenn Manchester City sem fögnuðu 2-1 sigri, og jafnfram sigri í riðlinum. Liðið er nú með 12 stig á toppi A-riðils þegar einn leikur er eftir, fjórum stigum fyrir ofan PSG sem situr í öðru sætinu. Önnur úrslit kvöldsins þýða þó að PSG er einnig öruggt með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.