Fleiri fréttir

Aron Elís til Óðinsvéa

Víkingurinn er genginn í raðir OB í Danmörku eftir fimm ár hjá Aalesund í Noregi.

Enn eitt 50 marka árið hjá Messi

Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi lokaði árinu 2019 með viðeigandi hætti þegar hann gerði eitt mark í 4-1 sigri Barcelona á Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

United tapaði gegn botnliðinu

Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford.

Uglurnar í 3. sætið

Sheffield Wednesday skaust upp í þriðja sæti ensku B-deildarinnar eftir 1-0 sigur á Bristol City í eina leik dagsins í ensku B-deildinni.

Atalanta niðurlægði AC Milan

Það gengur ekki né rekur hjá AC Milan í ítalska boltanum. Í dag tapaði liðið 5-0 fyrir Atalanta á útivelli.

Pogba snýr aftur á morgun

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður í leikmannahópi Manchester United gegn Watford á morgun ef marka má fréttir breska ríkisútvarpsins í dag.

Toppliðin þurftu að hafa fyrir sigrunum | Zirkzee kom Bayern til bjargar

Ungstirnið Joshua Zirkzee kom Bayern Munich til bjargar annan leikinn í röð er liðið lagði Wolfsburg af velli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur á Allianz vellinum 2-0 fyrir Bayern en leikurinn var markalaus allt fram á 85. mínútu. Þá kom RB Leipzig til baka gegn Augsburg og vann á endanum öruggan 3-1 sigur.

Markalaust hjá Everton og Arsenal

Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín.

Montella rekinn eftir afhroð gegn Roma

Ítalska knattspyrnuliðið Fiorentina hefur rekið þjálfara sinn, Vincenzo Montella, eftir aðeins níu mánuði í starfi. Tap liðsins gegn Roma í gærkvöld var síðasti naglinn í kistu Montella en Roma vann leikinn örugglega 4-1.

Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United.

Carlo Ancelotti nýr stjóri Everton

Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti mætir á úrvalsdeildarleik Everton og Arsenal nú í hádeginu en hann skrifaði undir samning við Everton nú rétt í þessu.

Sjá næstu 50 fréttir