Meðallaun yfir 478 milljónir á ári en enginn nálægt því að borga eins vel og Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 10:30 Sergio Aguero og félagar í Manchester City fá mjög vel borgað. Getty/Shaun Botteril Manchester City borgar langmest allra félaga í Englandi en nágrannarnir í Manchester United féllu aftur á móti niður um 23 sæti yfir þau íþróttafélög heimsins sem borga leikmönnum hæstu launin. Þeir sem hafa gaman að því að pæla í launum atvinnuíþróttamanna ættu að geta grúskað heilmikið í nýrri launakönnun sem Guardian segir frá í dag. Leikmenn Manchester City fá bestu launin af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni en meðallaun leikmanna deildarinnar fóru í fyrsta sinn yfir þrjár milljónir punda á ári. Average annual salary of Premier League players tops £3m for first time @seaningle https://t.co/yVP6IsV45o— Guardian sport (@guardian_sport) December 23, 2019 Þrjár milljónir punda á hverjum tólf mánuðum þýða að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru að meðaltali að fá yfir 478 milljónir íslenska króna í laun á ári. Þetta kemur fram í launakönnun Global Sports meðal leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City borgar hæstu launin af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en Englandsmeistararnir eru að borga leikmönnum sínum 134 þúsund pund að meðaltali á viku. Leikmenn City eru því að fá yfir 21 milljón íslenskra króna á viku eða meira en þrjár milljónir króna á öllum sjö dögum vikunnar. Meðalmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni fær aftur á móti 61.024 pund í vikulaun, 9,7 milljónir króna, og hefur þessu upphæð hækkað um tíu þúsund pund, 1,6 milljónir, á aðeins tveimur árum. Könnun Global Sports náði yfir allar íþróttadeildir heimsins og þar kom í ljós að Manchester City er samt „bara“ í þrettánda sæti. Barcelona er það lið sem borgar hæstu launin eða 9,83 milljónir punda að meðaltali á hvern leikmanna á ári eða meira en einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Það sem skilar þó Börsungum fyrst og fremst í fyrsta sætið er að félagið er að borga Lionel Messi meirs en fimmtíu milljónir punda fyrir tímabilið sem gera rétt tæpa átta milljarða í íslenskum krónum. Real Madrid er í öðru sæti yfir hæstu launin en Juventus hoppar síðan úr níunda sæti upp í það þriðja. Þar munar eflaust mikið um komu Cristiano Ronaldo til félagsins. Hin sjö sætin á topp tíu listanum skipa síðan lið úr NBA-deildinni í körfubolta. Portland Trailblazers er hæst þeirra liða. Alls komast fimm fótboltalið inn á topp tuttugu listann en það eru Barcelona, Real Madrid, Juventus, Paris Saint-Germain og Manchester City. Næsthæsta enska félagið er Manchester United sem er í 33. sæti. United hefur þó dottið niður um 23 sæti á listanum síðan í fyrra en laun leikmanna liðsins minnkum mikið þegar liðinu mistókst að komast í Meistaradeildina. Það er hægt að skoða alla þessa könun með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Manchester City borgar langmest allra félaga í Englandi en nágrannarnir í Manchester United féllu aftur á móti niður um 23 sæti yfir þau íþróttafélög heimsins sem borga leikmönnum hæstu launin. Þeir sem hafa gaman að því að pæla í launum atvinnuíþróttamanna ættu að geta grúskað heilmikið í nýrri launakönnun sem Guardian segir frá í dag. Leikmenn Manchester City fá bestu launin af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni en meðallaun leikmanna deildarinnar fóru í fyrsta sinn yfir þrjár milljónir punda á ári. Average annual salary of Premier League players tops £3m for first time @seaningle https://t.co/yVP6IsV45o— Guardian sport (@guardian_sport) December 23, 2019 Þrjár milljónir punda á hverjum tólf mánuðum þýða að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru að meðaltali að fá yfir 478 milljónir íslenska króna í laun á ári. Þetta kemur fram í launakönnun Global Sports meðal leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City borgar hæstu launin af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en Englandsmeistararnir eru að borga leikmönnum sínum 134 þúsund pund að meðaltali á viku. Leikmenn City eru því að fá yfir 21 milljón íslenskra króna á viku eða meira en þrjár milljónir króna á öllum sjö dögum vikunnar. Meðalmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni fær aftur á móti 61.024 pund í vikulaun, 9,7 milljónir króna, og hefur þessu upphæð hækkað um tíu þúsund pund, 1,6 milljónir, á aðeins tveimur árum. Könnun Global Sports náði yfir allar íþróttadeildir heimsins og þar kom í ljós að Manchester City er samt „bara“ í þrettánda sæti. Barcelona er það lið sem borgar hæstu launin eða 9,83 milljónir punda að meðaltali á hvern leikmanna á ári eða meira en einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Það sem skilar þó Börsungum fyrst og fremst í fyrsta sætið er að félagið er að borga Lionel Messi meirs en fimmtíu milljónir punda fyrir tímabilið sem gera rétt tæpa átta milljarða í íslenskum krónum. Real Madrid er í öðru sæti yfir hæstu launin en Juventus hoppar síðan úr níunda sæti upp í það þriðja. Þar munar eflaust mikið um komu Cristiano Ronaldo til félagsins. Hin sjö sætin á topp tíu listanum skipa síðan lið úr NBA-deildinni í körfubolta. Portland Trailblazers er hæst þeirra liða. Alls komast fimm fótboltalið inn á topp tuttugu listann en það eru Barcelona, Real Madrid, Juventus, Paris Saint-Germain og Manchester City. Næsthæsta enska félagið er Manchester United sem er í 33. sæti. United hefur þó dottið niður um 23 sæti á listanum síðan í fyrra en laun leikmanna liðsins minnkum mikið þegar liðinu mistókst að komast í Meistaradeildina. Það er hægt að skoða alla þessa könun með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira