Fleiri fréttir

Welbeck framlengir við United

Framherjinn ungi, Danny Welbeck, hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United sem gildir til ársins 2013.

Klinsmann hraunar yfir Benitez

Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann dregur ekkert undan í gagnrýni sinni á Rafa Benitez, stjóra Liverpool, í viðtali við The Sun í dag.

Capello: Agi er lykillinn að árangri

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að lykillinn að árangri sinna liða sé sá harði agi sem hann beitir á lið sín.

Beattie og Pulis hafa grafið stríðsöxina

Tony Pulis, stjóri Stoke, segist vera búinn að grafa stríðsöxina við James Beattie og það verði ekki frekari eftirmálar af slagsmálum þeirra tveggja í búningsklefanum eftir tapið gegn Arsenal.

Walcott: Ég er enginn meiðslapési

Ungstirnið Theo Walcott hjá Arsenal segist vera kominn á beinu brautina og óttast ekki að meiðsli munu stöðva hann eitthvað á næstunni.

Ashton leggur skóna á hilluna

Dean Ashton, framherji West Ham, hefur neyðst til þess að leggja skóna á hilluna sökum þrálátra meiðsla. Ashton er aðeins 26 ára gamall.

Torres afskrifar deildina

Spænski framherjinn Fernando Torres hefur afskrifað titilvonir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og segir að félagið stefni nú á að ná árangri í enska bikarnum og Evrópudeildinni.

Tímabilið mögulega búið hjá Johnson

Michael Johnson, leikmaður Manchester City, gæti verið frá það sem eftir lifir tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann meiddist á hné á æfingu.

Bendtner frá lengur en talið var

Daninn Nicklas Bendtner verður lengur frá keppni með Arsenal en búist var við í fyrstu. Hann gekkst undir aðgerð vegna nárameiðsla í síðasta mánuði.

Ronaldo og Zidane spila saman

Knattspyrnuhetjurnar Zinedine Zidane og brasilíski Ronaldo munu taka höndum saman og spila góðgerðarleik til þess að vekja athygli á þeim sem ekki eiga til hnífs og skeiðar.

Benzema tekur stöðu Ronaldo um helgina

Cristiano Ronaldo getur ekki leikið með Real Madrid um helgina þar sem hann er í leikbanni. Karim Benzema mun taka stöðu hans í byrjunarliðinu.

Tosic ætlar að nýta tækifærin sín

Gleymdi Serbinn í herbúðum Man. Utd, Zoran Tosic, hefur ekki lagt árar í bát þrátt fyrir fá tækifæri. Hann sér fram á bjartari tíma er United tekur þátt í bikarkeppnunum.

Ferdinand frá í mánuð

Steve Bruce, stjóri Sunderland, greindi frá því í dag að Anton Ferdinand verði frá í mánuð vegna meiðsla sem hann hlaut um síðustu helgi.

Átti aldrei von á að Hughes yrði stjóri

Sir Alex Ferguson segist aldrei hafa grunað að Mark Hughes hefði haft áhuga á því að gerast knattspyrnustjóri. Það hafi komið honum gríðarlega á óvart.

Ferrara gæti misst starfið um helgina

Það er afar heitt undir Ciro Ferrara, þjálfara Juventus. Juve féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni með skömm og talið er að forráðamenn Juve séu þegar farnir að leita að eftirmanni Ferrara.

Sol gæti nýst United eins vel og Henke

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur fulla trú á því að varnarmaðurinn Sol Campbell gæti nýst Man. Utd vel. Rétt eins og Svíin Henke Larsson nýttist félaginu vel árið 2007 er hann kom til liðsins á síðustu metrum ferilsins.

Everton staðfestir áhuga á Donovan

Everton hefur staðfest þær fréttir að félagið að vilji fá Bandaríkjamanninn Landon Donovan að láni þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Aquilani biður um þolnmæði

Ítalinn Alberto Aquilani fékk langþráð tækifæri í liði Liverpool gegn Fiorentina í Meistaradeildinni í gær. Hann átti engan stjörnuleik enda lítið spilað síðan hann kom til félagsins.

Mascherano ekki spenntur fyrir nýjum samningi

Argentínumaðurinn Javier Mascherano virðist ekki hafa hug á því að semja upp á nýtt við Liverpool. Það kemur ekki á óvart þar sem hann er þráfaldlega orðaður við Barcelona.

Hearts sektaði Eggert

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts, hefur verið sektaður af félaginu fyrir þátt sinn í átökunum sem brutust út eftir leik liðsins gegn Hamilton í skosku úrvalsdeildinni um helgina.

Gerrard: Vorum ekki nógu góðir

Steven Gerrard segir að ástæðan fyrir því að Liverpool komst ekki áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu er sú að liðið hafi ekki verið nógu gott í keppninni.

Sjöundi sigur Newcastle í röð

Newcastle vann sinn sjöunda sigur í röð í ensku B-deildinni í knattspyrnu - í þetta sinn vann liðið Coventry á útivelli, 2-0.

Markvörðurinn skoraði dýrmætt jöfnunarmark

Það er nokkuð algeng sjón að sjá markverði í sóknum sinna liða í lok þýðingarmikilla leikja. Það bar árangur þegar að Standard Liege og AZ Alkmaar mættust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld.

Katrín og Kristín áfram hjá Val

Katrín Jónsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skrifuðu í vikunni undir nýjan samning við Val og spila því með liðinu á næstu leiktíð.

Byrjunarlið Arsenal það yngsta frá upphafi

Byrjunarliðið sem Arsene Wenger, stjóri Arsenal, teflir fram í leiknum gegn Olympiakos í kvöld er það yngsta frá því að keppni í Meistaradeild Evrópu hófst.

Inter og Barca áfram - Liverpool tapaði

Fjögur síðustu liðin tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er síðustu átta leikir riðlakeppninnar fóru fram.

Donovan hugsanlega til Everton í janúar

Það virðist vera í tísku hjá LA Galaxy að lána leikmenn því nú er búist við því að Landon Donovan verði lánaður til Everton í janúar. Hann myndi þar með fylgja í fótspor félaga síns, David Beckham, sem fer til AC Milan um áramótin.

Dick Advocaat er orðinn þjálfari AZ Alkmaar

Dick Advocaat, núverandi þjálfari belgíska landsliðsins, hefur tekið við þjálfarastöðunni hjá AZ Alkmaar af Ronald Koeman sem var rekinn frá hollenska úrvalsddeildarliðinu um helgina.

Louis Van Gaal: Bayern yfirspilaði Juventus frá byrjun

Bayern Munchen tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær með frábærum 4-1 sigri á Juventus sem sat fyrir vikið eftir og þarf að taka þátt í Evrópudeildinni eins og Liverpool.

Cassano reifst við stuðningsmenn Sampdoria

Antonio Cassano lenti upp á kant við reiða stuðningsmenn félagsins sem fjölmenntu á æfingasvæði liðsins eftir að það steinlá gegn AC Milan um helgina.

Verður Japani í markinu hjá KR næsta sumar?

KR-ingar eru enn í leit að markverði fyrir næsta sumar og nú er kominn til liðsins japanskur markvörður. Sá heitir Akihiro Hayashi og er 22 ára gamall. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Ngog: Henry er besti framherji heims

Frakkinn David Ngog, leikmaður Liverpool, hefur miklar mætur á landa sínum Thierry Henry sem hann segir vera besta framherjann í boltanum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir