Enski boltinn

Sol gæti nýst United eins vel og Henke

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur fulla trú á því að varnarmaðurinn Sol Campbell gæti nýst Man. Utd vel. Rétt eins og Svíin Henke Larsson nýttist félaginu vel árið 2007 er hann kom til liðsins á síðustu metrum ferilsins.

„Ég sé enga ástæðu til annars en að Sol standi sig vel rétt eins og Henke gerði. Hann gæti vel átt erindi meðal þeirra bestu enn í dag. Það höfðu ekki margir trú á Henke Larsson þegar hann kom en það lán skilaði sér vel fyrir United," sagði Redknapp.

Campbell hefur sjálfur lýst yfir miklum áhuga á að koma til United en lítið heyrist samt úr herbúðum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×