Enski boltinn

Torres afskrifar deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/Getty Images

Spænski framherjinn Fernando Torres hefur afskrifað titilvonir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og segir að félagið stefni nú á að ná árangri í enska bikarnum og Evrópudeildinni.

„Við áttum aldrei von á því að þetta tímabil yrði svona en svona er þetta stundum," sagði Torres.

„Við vorum að hugsa um titla fyrir tímabilið. Efst þar var Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin. Við erum úr leik í Meistaradeildinni sem og í úrvalsdeildinni. Við verðum því að breyta markmiðum okkar.

„Við verðum að hugsa um Evrópudeildina og enska bikarinn. Það eru þær tvær keppnir sem við getum unnið á þessu tímabili," sagði Spánverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×