Fótbolti

Tony Adams á leið til Bandaríkjanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Flest bendir til þess að gamli Arsenal-maðurinn, Tony Adams, verði næsti þjálfari New York Red Bulls í MLS-deildinni.

Adams vill ólmur komast aftur í þjálfun en hann var fyrst stjóri hjá Wycombe Wanderers og stýrði síðan Portsmouth í sextán leikjum í fyrra.

Þjálfari Red Bulls hætti með liðið í ágúst og er verið að vinna í að fá Adams til að skrifa undir.

Er talið að Adams muni reyna að fá Thierry Henry til félagsins en Frakkinn hefur áður gefið það út að hann vilji enda ferilinn í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×