Enski boltinn

Sjöundi sigur Newcastle í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í baráttunni við Shola Ameobi í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson í baráttunni við Shola Ameobi í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Newcastle vann sinn sjöunda sigur í röð í ensku B-deildinni í knattspyrnu - í þetta sinn vann liðið Coventry á útivelli, 2-0.

Þeir Shola Ameobi og Nile Ranger skoruðu mörk Newcastle í leiknum. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry en var tekinn af velli á 85. mínútu.

Þá gerðu Barnsley og Scunthorpe 1-1 jafntefli í kvöld. Emil Hallfreðsson var á meðal varamanna Barnsley.

Newcastle er á toppi deildarinnar með 45 stig og sjö stiga forystu á næsta lið, West Brom. Barnsley er í fimmtánda sæti með 25 stig og Coventry í því 20. með nítján stig - aðeins einu stigi frá fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×