Enski boltinn

Ferdinand frá í mánuð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Steve Bruce, stjóri Sunderland, greindi frá því í dag að Anton Ferdinand verði frá í mánuð vegna meiðsla sem hann hlaut um síðustu helgi.

Í fyrsta var talið að Ferdinand hefði sloppið vel en rannsóknir hafa nú leitt í ljós að Ferdinand spilar ekki aftur fyrr en eftir áramót.

Þetta eru vond tíðindi fyrir Sunderland sem hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×