Enski boltinn

Welbeck framlengir við United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Framherjinn ungi, Danny Welbeck, hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United sem gildir til ársins 2013.

Þessi 19 ára strákur hefur leikið 6 leiki með liðinu í vetur og skorað 2 mörk.

Welbeck hefur verið hjá United allan sinn feril. Hann sagðist vera afar ánægður með að fá nýjan samning hjá félaginu.

Sir Alex Ferguson spáir því að hann muni eiga glæstan feril hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×