Enski boltinn

Beattie og Pulis hafa grafið stríðsöxina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tony Pulis, stjóri Stoke, segist vera búinn að grafa stríðsöxina við James Beattie og það verði ekki frekari eftirmálar af slagsmálum þeirra tveggja í búningsklefanum eftir tapið gegn Arsenal.

„Við áttum fund með leikmönnum á mánudag og svo höfum við James líka fundað saman. Hvað mig snertir er búið að útkljá þetta mál og við horfum nú fram á veginn," sagði Pulis.

Hann var annars ósáttur við að fréttin um slagsmálin skildu leka í fjölmiðla. Pulis sagði að það sem gerðist í búningsklefanum ætti ávallt að geyma þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×