Enski boltinn

Everton staðfestir áhuga á Donovan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Everton hefur staðfest þær fréttir að félagið að vilji fá Bandaríkjamanninn Landon Donovan að láni þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Everton er í viðræðum við félag hans, LA Galaxy, um lánssamning en Donovan fór að láni til FC Bayern í fyrra.

Forráðamenn Everton segjast vera bjartsýnir á að ná samkomulagi fljótlega.

Everton hefur ekki mikið fé milli handanna og leitar því að góðum lánssamningum frekar en að kaupa dýrt um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×