Fótbolti

Ronaldo og Zidane spila saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Knattspyrnuhetjurnar Zinedine Zidane og brasilíski Ronaldo munu taka höndum saman og spila góðgerðarleik til þess að vekja athygli á þeim sem ekki eiga til hnífs og skeiðar.

Báðir eru þeir góðgerðarsendiherrar hjá Unicef. Þeir munu spila á móti stjörnuliði Benfica.

Zidane og Ronaldo munu safna vel völdum mönnum til þess að spila í sínu liði. Munu þar sjást margar kempur sem hafa lagt skóna á hilluna á síðustu árum.

Leikurinn fer fram á heimavelli Benfica þann 25. janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×